Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 28
aðilum.22 Traustssjónarmiðin byggja hins vegar á því að dómari verði að víkja ef
fyrirliggjandi aðstæður eru almennt til þess fallnar að draga úr trú á óhlutdrægni
venjulegs dómara.23
Stundum kunna tiltekin tengsl dómara við mál eða aðila þess að vera svo
fjarlæg að ekki sé rétt að telja dómara vanhæfan vegna þeirra. Hins vegar kann
dómari að tengjast málinu eða aðilum þess áfleiri en einn veg. Enda þótt hvert og
eitt tilvik (tengsl), nægði ekki til þess að valda vanhæfi dómarans kunna þau
saman að vera til þess fallin að veikja tiltrú á óhlutdrægni hans að því marki, að
ástæða kunni að vera til að telja dómara vanhæfan til meðferðar málsins.
4.2 Arekstur hagsmuna
Því hefur stundum verið haldið fram að megintilgangur hæfisreglnanna sé að
koma í veg fyrir árekstur hagsmuna sem í sjálfu sér væru eðlilegir og réttmætir.24
Við könnun á dómum, sem gengið hafa um hæfi dómara á Islandi, kernur í ljós
að í flestum tilvikum er um „eðlilega" hagsmuni að ræða sem rekast á. Séu tengsl
dómara við mál hins vegar með óeðlilegum25 og jafnvel ólögmætum hætti verður
það oftast til þess að auka vafann um óhlutdrægni hans. Hafi dómari haft afskipti
af máli sem stjórnsýsluhafi, og telja má afskipti hans venjuleg og eðlileg miðað
við starfsskyldur hans sem stórnsýsluhafa, er það ekki sjálfgefið af þeirri ástæðu
að hann sé hæfur til að dæma málið.26
4.3 Starfsheiður dómara
Vikning dómara, sem hætta er á að fái ekki litið hlutdrægnislaust á málavöxtu,
stuðlar ekki aðeins að trausti almennings á dómstólunum og eykur trú á
nröguleika þeirra til að komast að málefnalegri niðurstöðu heldur verndar hún
einnig starfsheiður og traust dómara persónulega með því að gefa honum kost á
að víkja sæti í slíkum tilvikum og komast hjá neikvæðri umfjöllun. Þá væri það
einnig mjög óeðlilegt og óheppilegt fyrir einkalíf dómara ef honum væri t.d.
komið í þá aðstöðu að þurfa dæma í máli nákomins ættingja.
4.4 Hagsmunir þess er veldur vanhæfi dómara
Við umfjöllun um hinar sérstöku hæfisreglur gleymast oft hagsmunir þess sem
veldur því að dómari telst vanhæfur. Mönnum hættir til að álykta ætíð svo að sá
aðili, t.d. venslamaður dómara, muni ætíð fá hagstæðari úrlausn. Svo þarf þó
alls ekki að vera, því að sé dómari meðvitaður um hættuna á hlutdrægni vegna
tengsla sinna við venslamann kann hann að meta honum allan vafa í óhag. Auk
22 Sjá t.d. ummælí í HRD 1959 657; HRD 1969 891 og HRD 1970 977.
23 Frihagen, A.: Inhabilitet, 109-111.
24 Sjá t.d. Rönsholdt, S.: Om dommeres specielle habilitet, 279.
25 Sjá hér til skoðunar HRD 1962 12.
26 A þessari skoðun virðist örla í röksemdum héraðsdóms, sjá HRD 1987:1146.
226