Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 35
Fram kemur á öðrum stað í dóminum að niðurstaða Mannréttindanefndar- innar hafi verið eftirfarandi: „Nefndarmenn eru sammála um þá niðurstöðu, að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr. samningsins, þar sem sakadómur Akureyrar hafi ekki verið óhlutdrægur dómstóll, er hann fann kæranda sekan og dæmdi hann til refs- ingar.“ Eftir að hafa bent á að dómarar teljist ekki óhlutdrægir við slíkar aðstæður að mati Mannréttindanefndarinnar, rekur Hæstiréttur að ríkisstjórn íslands hafi gert sátt í fyrrgreindu máli sem skotið hafi verið til Mannréttindadómstólsins og öðru svipuðu. Síðan fellst Hæstiréttur á rök og niðurstöðu Mannréttindanefnd- arinnar með eftirfarandi ummælum: „í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti ef hætta er á þvi „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 784/1974 um meðferð opinberra mála. í máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess að dómarafulltrúinn sem kvað upp héraðsdóminn hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn." Hér nálgast Hæstiréttur vandamálið með sama hætti og Mannréttindadóm- stóllinn hefur gert í svo mörgum dómum sínum. Fyrst er athugað hvort sjá megi einhver merki um óhlutdrœgni (öryggissjónarmiðið). Þar er þó ekki látið staðar numið heldur er athugað hvort aðstæður eru með þeim hætti að almennt verði talin hœtta á að dómari fái ekki litið óhlutdrœgt á málið (traustssjónarmiðið). Ef forsendur Hæstaréttar eru skoðaðar verður ljóst að ekki kemur fram hvers vegna ekki var talin næg trygging fyrir óhlutdrægni dómara við slíkar aðstæður. Segja má að vísað sé óbeint til raka Mannréttindanefndarinnar í máli Jóns Kristinssonar gegn íslandi, með því að tekið er fram að fallist sé á niðurstöðu hennar. 6.2 Forsendur Mannréttindanefndar Evrópu Hver voru þá rök Mannréttindanefndar Evrópu fyrir framangreindri niður- stöðu í máli Jóns Kristinssonar? í forsendum Mannréttindanefndarinnar kemur fram að sem fulltrúa lögreglustjóra bar dómarafulltrúanum skylda til að ganga úr skugga um á grundvelli þeirra gagna, sem lögreglumenn höfðu aflað og 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.