Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 35
Fram kemur á öðrum stað í dóminum að niðurstaða Mannréttindanefndar- innar hafi verið eftirfarandi: „Nefndarmenn eru sammála um þá niðurstöðu, að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr. samningsins, þar sem sakadómur Akureyrar hafi ekki verið óhlutdrægur dómstóll, er hann fann kæranda sekan og dæmdi hann til refs- ingar.“ Eftir að hafa bent á að dómarar teljist ekki óhlutdrægir við slíkar aðstæður að mati Mannréttindanefndarinnar, rekur Hæstiréttur að ríkisstjórn íslands hafi gert sátt í fyrrgreindu máli sem skotið hafi verið til Mannréttindadómstólsins og öðru svipuðu. Síðan fellst Hæstiréttur á rök og niðurstöðu Mannréttindanefnd- arinnar með eftirfarandi ummælum: „í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti ef hætta er á þvi „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 784/1974 um meðferð opinberra mála. í máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess að dómarafulltrúinn sem kvað upp héraðsdóminn hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn." Hér nálgast Hæstiréttur vandamálið með sama hætti og Mannréttindadóm- stóllinn hefur gert í svo mörgum dómum sínum. Fyrst er athugað hvort sjá megi einhver merki um óhlutdrœgni (öryggissjónarmiðið). Þar er þó ekki látið staðar numið heldur er athugað hvort aðstæður eru með þeim hætti að almennt verði talin hœtta á að dómari fái ekki litið óhlutdrœgt á málið (traustssjónarmiðið). Ef forsendur Hæstaréttar eru skoðaðar verður ljóst að ekki kemur fram hvers vegna ekki var talin næg trygging fyrir óhlutdrægni dómara við slíkar aðstæður. Segja má að vísað sé óbeint til raka Mannréttindanefndarinnar í máli Jóns Kristinssonar gegn íslandi, með því að tekið er fram að fallist sé á niðurstöðu hennar. 6.2 Forsendur Mannréttindanefndar Evrópu Hver voru þá rök Mannréttindanefndar Evrópu fyrir framangreindri niður- stöðu í máli Jóns Kristinssonar? í forsendum Mannréttindanefndarinnar kemur fram að sem fulltrúa lögreglustjóra bar dómarafulltrúanum skylda til að ganga úr skugga um á grundvelli þeirra gagna, sem lögreglumenn höfðu aflað og 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.