Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 38
Mikilvægi þess að dómari sé þess umkominn að rækja þær starfsskyldur sínar að vera hlutlaus og óhlutdrægur í þeim málum sem hann fær til meðferðar, kemur glöggt í ljós þegar dómari fer með úrslitavald til þess að skera úr um það hvort ákærði er sekur um þau brot, sem stjórnsýsluhafar, þ.á m. lögreglustjóri, hafa borið á hann. Það sama er almennt uppi á teningnum þegar reynir t.d. á gildi stjórnsýslu- athafna í dómsmáli. Það getur gerst með óbeinum hætti, þ.e.a.s. það þarf ekki að vera ein af dómkröfum í málinu.53 Úrlausn dómara um gildi og túlkun t.d. stjórnsýslufyrirmæla verður ekki trúverðug þegar dómaranum ber sem stjórn- sýsluhafa að framfylgja, og hefur jafnvel um langan tíma framfylgt, hinum umþrættu stjórnsýslufyrirmælum á grundvelli starfsskyldna sinna. Þar við bætist að æðra settur stjórnsýsluhafi, sem hann er e.t.v. í stjórnsýslusambandi við, kann að hafa gefið út hin umþrættu stjórnsýslufyirmæli. í forsendum Mannréttindanefndar Evrópu í máli Jóns Kristinssonar eru að flestu leyti tíundaðar þær starfsskyldur sem voru ósamþýðanlegar hjá lögreglu- stjóra og dómara í málinu. 7.3 Dómari í starfstengslum við annan aðilann Á milli lögreglustjóra og ríkissaksóknara er stjórnsýslusamband sérstaks eðlis. Hér má nefna að meðal starfsskyldna lögreglustjóra er að hefja rannsókn þegar þeir telja það heppilegt eða nauðsynlegt vegna gruns um að refsivert verk hafi verið unnið. Lögreglustjórar eru þó háðir fyrirmælum ríkissaksóknara í slíkum rannsóknum sbr. 2. mgr. 32. gr. oml. Þá hefur ríkissaksóknari stjórn- sýslueftirlit t.d. með sektargerðum lögreglustjóra sbr. 6. mgr. 112. gr. oml. Þegar dómari er í þess háttar starfstengslum við annan aðila máls í störfum sínum sem stjórnsýsluhafi, er það til þess fallið að draga úr tiltrú á hlutleysi og óhlutdrægni dómarans, m.a. þar sem raunverulegt sjálfstæði hans er stórlega skert. 7.4 Dómari hefur kynnst máli einhliða áður en það kemur til dóms Það er gamalt lögskýringarsjónarmið54 að hafi dómari kynnst máli einhliða áður en það kemur til dóms, valdi það vanhæfi dómarans. Þetta sjónarmið er m.a. eitt af grunnrökum 5. tl. 36. gr. um að dómari sé vanhæfur til að dæma mál hafi hann flutt málið eða leiðbeint aðila í því. Dómari sem hefur kynnst máli einhliða út frá þeim hagsmunum sem honum 53 Mathiassen. J.: Domstolskontrol med forvaltningen, 318-425. 54 Sjá hér t.d. LYRD IV 366 (1836) þar sem yfirdómari var talinn vanhæfur þar sem hann heföi „kynnt sér málið frá annarri hliðinni". Sjá hér einnig HRD 1958 746. 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.