Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 47
Blöndal: „Einnig er vert að líta til þess, að í stjórnarskránni er ákveðið, að meiri hluti ráði, ef ágreiningur verður milli handhafa forsetavalds. Má því ætla, að tveir þeirra geti saman farið með forsetavald, ef ekki næst til hins þriðja, sbr. framangreindan ráðuneytisúrskurð um meðferð konungsvalds frá 7. maí 1940.“6 Sá úrskurður, sem Benedikt Blöndal vísar hér til, var gefin út af ráðuneyti íslands, sem Alþingi hafði með ályktun 10. apríl 1940 falið að fara með vald konungs vegna hernáms Danmerkur daginn áður, og hljóðar þannig: „í ríkisráði skal ráðherra sá, er stöðu sinni samkvæmt fer með mál, bera það upp til úrskurðar. Ráðherrar allir, er svo eru heilir að til þess séu færir, og sé unnt að ná til þeirra, rita nöfn sín undir ályktun sem handhafar konungsvalds, enda bera þeir enga ábyrgð á ályktun vegna undirskriftar sinnar. Lögmæt er ályktun þó, ef meiri hluti ráðherra undirritar hana. Greina skal í gerðabók ríkisráðs, hvers- vegna ráðherra hafi eigi undirritað ályktun. Ráðherra sá, er með málið fer, ritar síðan nafn sitt undir ályktun og ber ábyrgð á henni lögum samkvæmt.“ Það fær að mínum dómi ekki staðizt, að tveir af þremur handhöfum forsetavalds geti farið með vald forsetans, svo að gilt sé að stjórnlögum. Ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar leiðir til slíkrar niðurstöðu, og ekki er nú til að dreifa sams konar réttarheimild og fram kom í framangreindum ráðuneytisúrskurði frá 7. maí 1940 um meðferð konungsvalds. Það segir að vísu í 8. gr. stjórnarskrár- innar, að afl atkvæða ráði, ef ágreiningur verður milli hinna þriggja handhafa forsetavalds. Þeir hafa þó þannig allir átt sinn atbeina að tiltekinni ákvörðun, þótt ágreiningur hafi orðið um niðurstöðu. Það er því allt annars eðlis, en þegar einungis tveir handhafar forsetavalds taka ákvörðun eða framkvæma stjórnarat- höfn, án þess að hinn þriðji þeirra komi á nokkurn hátt við sögu. Séu handhafarnir aðeins tveir, gæti auk þess svo farið, ef þá greindi á, að atbeini forsetavalds yrði ekki fenginn til nauðsynlegra stjórnarathafna. Slíkt er óviðun- andi niðurstaða og gæti haft skaðlegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Embætti forseta íslands er eina embætti landsins, sem þjóðin sjálf kýs til í beinni kosningu. Mikilvægi þess og hina hlutlausu stöðu embættisins í stjórnkerfinu hefur stjórnarskrárgjafinn undirstrikað með þeim hætti, sem að vísu er um- deilanlegur, að embætti forseta í forföllum hans gegni saman oddvitar hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Af því leiðir eðli málsins samkvæmt, að atbeina þeirra allra þarf til stjórnarathafna, þótt tveir þeirra geti við ágreining ráðið niðurstöðu. Þannig teldi ég þau lög ógild, sem einungis væru undirrituð af tveimur handhöfum forsetavalds ásamt viðkomandi ráðherra, ef það lægi fyrir, að þriðji handhafinn hefði ekki verið kvaddur til eða ekki til hans náðst. Hins vegar yrði gildi laganna ekki dregið í efa, ef sú staða hefði komið upp, að einn af handhöfum forsetavalds hefði neitað að undirrita lögin, enda ræður meirihluti 6 Benedikt Blöndal: Eftirorðanna hljóðan, 112. 245
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.