Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 48
þeirra niðurstöðu, ef ágreiningur rís. Hinu sama gegnir að sjálfsögðu um aðrar
stjórnarathafnir forseta, svo sem veitingu embætta, þingrof eða staðfestingu
samninga við önnur ríki.
Hér mætti líta til tveggja dóma Hæstaréttar frá árinu 1984, HRD 1984 824 og
HRD 1984 828, þar sem m.a. var deilt um lögmæti undirskriftar dómsmála-
ráðherra sem handhafa forsetavalds í stað forsætisráðherra undir lög og nánar
verður vikið að síðar. Hæstiréttur virðist hafna þeirri skoðun héraðsdómara
eða a.m.k. ekki taka undir hana, að atbeini meirihluta handhafa forsetavalds
að staðfestingu iaga nægi út af fyrir sig.
Það leiðir af því, sem hér hefur verið sagt, að jafnan verður að tryggja, að
handhafar forsetavalds eða varamenn þeirra, sbr. IV. kafla, séu staddir á
landinu og tiltækir, þegar forseti íslands hyggst hverfa úr landi um stundarsakir
eða mun hafa fyrirsjáanleg forföll. Þjóðhöfðingjaskyldur handhafa forsetavalds
eru öllum öðrum skyldum þeirra æðri, og stjórnskipunarhlutverk forseta-
embættisins er hvorki rækt né virt sem skyldi, ef þessa er ekki gætt til hins ítrasta.
IV.
Það er sérstakt athugunarefni, hvort og með hvaða hætti varamenn handhafa
forsetavalds geti komið í þeirra stað og framkvæmt stjórnarathafnir forseta. Um
það hafa engar sérstakar reglur verið settar. Þrátt fyrir hina persónubundnu
stöðu forseta íslands og sérstæðu tilhögun um handhöfn forsetavaldsins verður
allt að einu að líta svo á, að varamenn handhafanna geti komið til skjalanna að
öðrum skilyrðum uppfylltum, enda væri skilvirkni stjórnkerfisins að öðrum
kosti stefnt í óhæfilega tvísýnu. Það kann þó að skipta máli, með hvaða hætti
varamenn eru kallaðir til. Það má telja ótvírætt, að varaforsetar í sameinuðu
Alþingi og Hæstarétti hafi samkvæmt kjöri til þeirra starfa stöðuumboð til þess
að koma í stað aðalforseta við meðferð valds forseta íslands.7 Hins vegar geta
hvorki aðrir alþingismenn né aðrir dómarar í Hæstarétti komið í þeirra stað að
þessu leyti. Þess er sérstaklega að geta, að ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga um
Hæstarétt íslands nr. 75/1973 um forsæti í dómi, þegar hvorki forseti né
varaforseti sitja dóm, hafa ekki efnislega þýðingu í þessu sambandi.
Aðstæður eru nokkuð á annan veg, þegar kemur að staðgengli forsætisráð-
herra við meðferð forsetavalds. Samkvæmt 15. gr. stjórnarskrárinnar gefur
forseti íslands á hverjum tíma út forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra,
sbr. lög nr. 73/1969 um Stjórnarráð íslands og auglýsingu nr. 96/1969 um
staðfestingu forseta íslands á reglugerð um sama efni með síðari breytingum.
Þar er m.a. tilgreint, hver vera skuli forsætisráðherra og þar með einn þriggja
7 Sbr. Benedikt Blöndal: Eftir oröanna hljóðan, 111.
246