Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 52
V.
Samkvæmt 58. gr. stjórnarskrárinnar skulu þingsköp Alþingis og beggja
þingdeilda sett með lögum. í 1. gr. laga um þingsköp fyrir Alþingi nr. 115/1936
með síðari breytingum segir, að elzti þingmaðurinn skuli stjórna umræðum,
þangað til forseti sameinaðs þings er kosinn, og standa fyrir kosningu hans.
í 8. gr. þingskapalaga kemur fram, að kosning forseta, varaforseta og skrifara í
sameinuðu þingi og báðum deildum sé fyrir allt það þing, en aftur á móti sé
kosning til efri deildar og kjörbréfanefndar samkvæmt 4. gr. laganna fyrir allt
kjörtímabilið. Það er þannig ljóst, að valdsvið forseta sameinaðs Alþingis
takmarkast í raun samkvæmt ákvæðum laganna við hvert einstakt þing. Hins
vegar hefur það tíðkazt, að forsetar Alþingis komi fram fyrir þess hönd milli
þinga, einkum að því er varðar störf skrifstofu Alþingis og samskipti við önnur
þjóðþing. Þá verður að ætla, að fráfarandi forseti sameinaðs Alþingis geti farið
með hlutdeild sína í meðferð forsetavalds samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
milli þinga á einu og sama kjörtímabili, þar til nýr þingforseti hefur verið
kjörinn, enda getur það ekki hafa verið ætlun stjórnarskrárgjafans að gera æðstu
stjórn landsins jafnan óvirka, þegar Alþingi situr ekki og forseti íslands er
fjarverandi eða hefur forfallazt. Hinu sama gegnir að þessu leyti um kjörna
varaforseta sameinaðs Alþingis.
Þegar Alþingi er rofið samkvæmt heimild eða skyldu í stjórnarskrá, sbr. 4.
mgr. 11. gr., 24. gr. og 1. mgr. 79. gr., skapast hins vegar allt aðrar aðstæður um
stöðu forseta sameinaðs þings og hlutdeild hans í meðferð forsetavalds. Það
hefur verið talið heimilt hér á landi að láta þingrof ýmist taka gildi frá
dagsetningu þingrofsúrskurðar, þótt skilyrði þingslita hafi þá enn eigi verið fyrir
hendi, eða einhverjum tilteknum síðari degi og þá venjulega þeim degi, er
kosningar fara fram.9 Þingrof hefur þau ótvíræðu áhrif, að umboð allra
þingmanna fellur úr gildi frá gildistöku þess, og þar verða engar undantekningar
gerðar á.'° Ólafur Jóhannesson segir, að eftir gildistöku þingrofs „ætti forsetum
og þingnefndum í raun réttri að vera óheimilt að leysa af hendi þau störf, sem
þeim eru annars ætluð milli þinga. Ekki hefur þó verið svo strangt í sakir farið í
reyndinni, að því er varðar forseta þingsins og utanríkismálanefnd.“n í sama
streng tók Bjarni Benediktsson.12 Ég tel það hins vegar ekki geta gengið við
slíkar aðstæður, að fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis taki þátt í meðferð
forsetavalds. Það brýtur að mínum dómi algjörlega í bága við grunnreglur
stjórnlaga og væri raunar einnig í beinni andstöðu við grundvöll þeirrar sérstæðu
tilhögunar, sem hér gildir um meðferð forsetavalds, þar sem oddvitar hinna
9 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Islands, 254.
10 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun fslands, 253.
11 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 254.
12 Bjarni Bendiktsson: Ágrip af íslenzkri stjórnlagafræöi II, 22.
250