Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 55

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 55
dómsvald og sjálfstæði hvers þessara þátta gagnvart hinum. Þótt dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda samkvæmt 60. gr. stjórnar- skrárinnar og geti haft þau lög að engu, sem þeir telja brjóta í bága við stjórnarskrána eða ekki vera sett með stjórnskipulega réttum hætti, setur það dómsvaldið ekkert frekar yfir hina tvo þætti ríkisvaldsins. Á móti því, að forseti sameinaðs Alþingis verði varaforseti, mæla hins vegar einkum þau rök, að hann er pólitískur forystumaður, sem einlægt tekur virkan þátt í orrahríð stjórnmál- anna. Embætti forseta íslands á aftur á móti að vera hlutlaust og óflekkað af stjórnmáladeilum, og um það á að ríkja friður og eining. Þá getur það skapað sérstök vandkvæði við stjórnarmyndanir, að forseti sameinaðs Alþingis haldi þar um tauma, enda er hann þá bundinn af svipuðum pólitískum hagsmunum og forsætisráðherra og aðrir fráfarandi ráðherrar. Þess er hins vegar rétt að minnast, að fyrir nokkrum árum var sú breyting gerð í Svíþjóð, að ákvörðunar- vald um stjórnarmyndanir var fært frá konungi til forseta þjóðþingsins. Ekki er kunnugt, að sú skipan hafi gefizt illa þar í landi. Hæstiréttur íslands fer með æðsta dómsvald í landinu, og þangað skjóta menn málum sínum til endanlegra lykta. Það má segja, að rétturinn njóti bæði virðingar og trausts í ríkum mæli, enda hefur honum að mestu tekizt að standa utan við fjölmiðlafár og deilur. Hann á að því leyti til ríka samstöðu með embætti forseta íslands. Það má því ætla, að yfir störfum forseta Hæstaréttar sem handhafa forsetavalds í forföllum eða fjarveru forseta íslands, muni geta hvílt sams konar yfirbragð hlutleysis og sátta. Það er síður hætta á því, að hann dragist inn í pólitískar deilur en forseti sameinaðs Alþingis eða ráðherrar, sem færu með forsetavald. Það er jafnframt minni hætta á því, að Hæstiréttur skaðist af stjórnmáladeilum, ef forseti réttarins er einn varaforseti, heldur en nú getur orðið, þegarforseti Hæstaréttardeilir valdinu með tveimurstjórnmálamönnum, t.d. við stjórnarmyndanir, enda er þá ekki hætta á ágreiningi meðal handhafa forsetavaldsins um þá ákvörðun, sem tekin er.15 Þess má geta, að Bjarni Benediktsson taldi á sínum tíma eðlilegra, að forseta Hæstaréttar fremur en forseta sameinaðs Alþingis yrði falinn sá vandi að vera staðgengill forseta íslands.16 Þegar á allt er litið, verður að telj a það skynsamlega og tímabæra ráðstöfun að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar á þann veg, að forseta Hæstaréttar verði einum falið að vera varaforseti lýðveldisins, en varaforseti eða varaforsetar réttarins geti þó komið í hans stað. Jafnframt væri rétt að breyta ákvæðum hæstaréttarlaga um varaforseta Hæstaréttar þannig, að tryggt væri, að handhafi forsetavalds væri ævinlega tiltækur, er á þyrfti að halda. Þá kæmi mjög til álita, að slíkur varaforseti gegndi ekki öðrum störfum, á meðan hann færi með 15 Sbr. Gunnar G. Schram: Um endurskoðun stjórnarskrárinnar, 70. 16 Bjarni Benediktsson: Land og lýðveldi I. 187. 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.