Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 59

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 59
Grundvöllur þess að svo geti orðið er að þróa megi undirskrift í tölvum sem verði fullgildur arftaki hins hefðbundna háttar sem nú tíðkast við undirritun löggerninga. Undirskrift með eigin hendi hefur þjóðfélagið viðurkennt sem hina venjubundnu aðferð til þess að sanna vilja þess sem löggerning gerði. Undirskriftinni er einnig ætlað að tryggja að af henni megi sjá að löggerningur stafi frá þeim einstaklingi sem undirskriftin bendir til. Með undirskrift sinni kann sá sem löggerninginn gerir að stofna til einhvers réttar, breyta eða falla frá rétti, sem honum stendur til boða, oft með staðfestingu vitundarvotta. Skrifleg gögn af þessu tagi hafa ríkt sönnunargildi fyrir dómstólum og í lögskiptum manna á milli. Lögmæt sönnun á vilja þess sem löggerning hefur gert hefur verið með ýmsum hætti í aldanna rás. Notkun innsiglis og ýmis konar teikna er þekkt fyrirbæri frá fyrri tíð. Sú aðferð að þrýsta þumalfingri sínum, vættum í bleki, á pappír er einnig dæmi um formlega aðferð, sem viðurkennd hefur verið sem fullgild sönnun á vilja þess sem löggerning gerir, til þeirrar skuldbindingar sem löggerningurinn fjallar um. Þetta fyrirkomulag er jafnvel þekkt enn þann dag í dag í þróunarlöndunum. Kröfur viðskiptalífsins um að tölvur megi í framtíðinni nota til allra lögskipta þannig að fullgilt sé, jafnvel fyrir dómstólum, er að sjálfsögðu eðlilegt framhald af tölvuþróuninni. Mikilvægt er að unnt verði að uppfylla slíkar óskir til þess að hámarks hagkvæmni verði náð með tölvutækninni og arður af fjárfestingum í tölvum verði meiri. Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega á alþjóðavettvangi að því að þróa tækni sem getur leyst af hólmi hina hefðbundnu undirskrift á pappír og á næstu árum má vænta þess að slík tækni verði fullmótuð. Verður þess þá skammt að bíða að almenn notkun geti hafist. Hin nýja undirskriftartækni (á ensku electronic signature), byggir á notkun sérhannaðra „bindilykla“ á dulmáli og er hún jafnframt sérstaklega sniðin að hinum nýja miðli í viðskiptum manna, tölvunum. Útfærsla bindilyklanna byggist á því að sérhver notandi hefur eitt lyklapar til umráða. Annar lykillinn er opinn lykill en hinn er lokaður einkalykill. Lyklapar- ið er unnt að fella á sérstök lyklakort sem eigandi geymir hjá sér en lyklakortið gegnir nú mikilvægu hlutverki sem persónuskilríki eigandans - og sem undir- skrift hans - í tölvuvæddum heimi. „Undirritun“ fer fram með aðstoð lyklakortsins og öflugs dulmálskerfis (svonefnds RSA-algorithm). Yfirleitt þarf eigandi að vélrita PIN- númerið sitt (þ.e. personal identification number) áður en tölvuvinnslan hefst því að það veitir aðgang að tölvuvinnslunni og einnig nokkra vörn gegn ótakmörkuðum aðgangi að kortinu sjálfu. Þessu næst hefst hin stærðfræðilega og tölvuunna undirritun skjalsins með samlagningu tiltekinna þátta í því skjali sem undirritað 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.