Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 60
er, en við þá samlagningu myndast svonefndur tætistrengur (á ensku hash string). Næst er samlagningunni breytt með aðstoð bindilyklanna og eiginleg tölvuunnin „undirritun“ hefur átt sér stað. Sá hluti sem nefndur hefur verið einkalykill tryggir persónulega aðgreiningu undirskriftarinnar en aðrir þættir tryggja fullkomna aðgreiningu skjalanna, því að enginn samlagningarþáttur er eins í fleiri en einu skjali. Við könnun á því hvort um rétta undirskrift er að ræða styðst viðtakandi við opna lykilinn í lyklaparinu og með aðstoð dulmálskerfisins er „undirritunin“ endurmynduð og samlagningarþættir hennar kannaðir. Niðurstöður þeirrar athugunar eiga að gefa nákvæmlega sömu niðurstöðu og í undirrituninni er að finna. Bindilyklar af því tagi, sem hér er lýst, verða í framtíðinni notaðir til þess að staðfesta löggerninga en hin hefðbundna handskrift mun væntanlega smám saman víkja, a.m.k. þar sem viðskipti fara fram í tölvum. Bindilyklar munu ekki einungis færa mönnum þann möguleika að geta „undirritað“ löggerninga sína í tölvum, heldur verður einnig auðveldara en nú er að sannreyna hvort efni löggernings er óbreytt, eða m.ö.o. að löggerningurinn sé ófalsaður. Til dæmis er ekki alltaf auðvelt að sjá í hefðbundnu skjali sem ritað er á nokkrar blaðsíður hvort einhverjum hluta textans hefur verið breytt. Notkun bindilykilsins auðveldar mjög slíka athugun og getur því leitt til aukins öryggis í viðskiptum. Við þróun þessarar aðferðar er þannig að því stefnt að „undirskrift“ af þessu tagi tryggi fulla sönnun fyrir því að efni skjalsins sé eins og þegar það fór frá þeim sem undirritaði skjalið. Tæknileg úrlausn við framangreinda aðferð er að verulegu leyti byggð á dulmálsfræðum og hagnýtingu þeirra í þágu viðskipta með tölvum. Ekki verður gerð tilraun hér til að lýsa nánar þeirri hlið málsins, enda vart á færi annarra en sérfræðinga á þessu sviði. Alþjóðleg viðurkenning á notkun bindilykla kemur til með að gerbreyta viðskiptaháttum og janframt að stuðla að enn meiri tölvunotkun en nú er orðin. Fyrir lögfræðinga kann þetta t.d. að þýða að stefna í dómsmáli sem rituð er í tölvu og „undirrituð“ með bindilykli, birt í tölvu stefnda, send til tölvu dómstóls og þingfest í tölvunni, verði talin jafngild og hefðbundin stefna sem rituð er á pappír, undirrituð og lögð fram á dómþingi, ásamt stefnubirtingarvottorði. Dómari mun þá ekki þurfa að fá í hendur stefnu sem rituð er á pappír. Fyrir hann verður væntanlega fullnægjandi að stefnan berist tölvu dómsins eftir sinni venjulegu leið um boðkerfi Pósts og síma og getur hann þá kannað áreiðanleika stefnunnar samkvæmt reglum þeim sem aðferðir við „undirskriftir“ í tölvum byggjast á. Hið sama mun gilda um önnur dómskjöl, eða ætti öllu heldur að segja að hið sama gildi um aðrar framlagðar skrár? Framangreint dæmi er einungis sett fram í því skyni að reyna að sj á fyrir hvaða 258

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.