Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 68
XVI. Staða Dómarafélags íslands og framtíð í skýrslu stjórnar sem lögð var fram á síðasta dómaraþingi var þess getið að nauðsynlegt væri á þeim tímamótum sem framundan væru í dómstólaskipaninni að skoða sérstaklega stöðu Dómarafélags íslands. Til athugunar þyrfti að koma hvort rétt væri að halda uppbyggingu og starfi félagsins óbreyttu eða hvort breytingar á dómstólaskipaninni kölluðu á breytingar á félagsskipaninni. Stjórnin hefur lítillega rætt um þetta mál en hefur ekki mótað tillögur um hvernig best verði að þeim unnið. Sama nauðsyn er þó fyrir hendi og fyrr en ef til vill er málið ekki jafn brýnt og haldið var, enda má vel hugsa sér að félagsskipanin geti staðið fyrst um sinn eftir að aðskilnaðurinn hefur orðið og víst er að sýslumenn og dómarar þurfa að vinna saman að ýmsum málum eftir þann tíma. Gæti því verið skynsamlegt að sjá hvað reynslan leiðir í ljós í þessum efnum og taka að því búnu ákvarðanir um félagsskipanina til frambúðar. Reykjavík 29. október 1990. Friðgeir Björnsson Halldór Kristinsson Haraldur Henrýsson Pétur Kr. Hafstein Valtýr Sigurðsson 266

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.