Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 71
næsta þings alþjóðasambandsins í Helsinki 17.-20. júní 1990. Drög að dagskrá hafa þegar verið send aðildarfélögunum. Svissnesku þátttakendurnir skýrðu frá því að vonir stæðu til þess að Dómara- félag Sviss gæti boðið til þings alþjóðasambandsins í september árið 1991. 5. Þingið samþykkti að senda símskeyti til forseta Kolumbíu og einnig forseta hæstaréttar þess lands til þess að tjá kólumbískum dómurum stuðning sinn og samstöðu í lífshættulegri baráttu þeirra við skipulagða glæpastarfsemi. Skeytið var sent samdægurs til Bogatá. 6. Að beiðni International Commission of Jurists tók forseti samtakanna Gúnther Woratsch þátt í þriggja manna alþjóðlegri nefnd sem hafði það hlutverk að rannsaka störf herdómstóla á þeim landsvæðum sem ísraelsmenn hafa hertekið. Nefnd þessi skilaði niðurstöðum eftir að hafa dvalið í ísraelfrá25. júní til 9. júlí 1989. 7. Hinn 13. og 14. desember 1989 átti nefnd dómara sem skipuð var einum dómara frá hverju landi Evrópubandalagsins og var undir forsæti Gúnthers Woratchs fund í Strassborg með fulltrúum frá Evrópuráðinu. Þar var fjallað um framtíðarsamvinnu dómarafélaga í löndum Evrópubandalagsins annars vegar og Evrópuþingsins og lagadeildar Evrópuráðsins hins vegar um framkvæmd laga og reglna Evrópubandalagsins í aðildarlöndunum. 8. Alþjóðasamband dómara hélt ráðstefnu í Dóminikanska lýðveldinu í samvinnu við tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna, UNICRI - United Nations Interregional Institute for Crime Research and Justice - og ILANUD - Latin American Institute of the United Nations for Crime Prevention and Treatment of the Offender. Á ráðstefnunni var fjallað um lög og lýðræðislega þróun í Rómönsku Ameríku í samanburði við Ítalíu og önnur Evrópulönd. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hæstarétt Italíu og með fjárstuðningi utanríkisráðuneytis Italíu. 9. Stjórn sambandsins sem kosin er til tveggja ára í senn skipa eftirtaldir: Formaður Gúnther Woratsch Austurríki, varformaður Arne Christiansen Noregi. Aðrir í stjórn: Bernando Sa’Nogueira Portugal, Rainer Voss Vestur- Þýskalandi, Philippe Abravanel Sviss og Mohammed Abdelghaffar Túnis. FYLGISKJAL III ÞING ALÞJÓÐASAMBANDS DÓMARA 1990 Sjá frásögn af þinginu sem birtist í 2. hefti tímaritsins 1990. 269

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.