Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Qupperneq 9
hluti af heildarmati á sök, eða líkindum fyrir sök. Þá er þessi eini dómur áfellisdómur, en ekki er að finna beina sýknudóma sem væru e.t.v. fremur til leiðbeiningar unr gildandi reglur en áfellisdómur. 3. NÝ LÖGGJÖF, LÖG NR. 25, 27. MARS 1991 Eins og áður segir hafa nú verið sett lög um skaðsemisábyrgð, nr. 25/1991. Frumvarp til þessara laga var fyrst flutt á Alþingi vorið 19901" en varð þá eigi útrætt, var endurflutt um haustið" og afgreitt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið var flutt af viðskiptaráðherra, en við samningu þess var að verulegu leyti fylgt lögum um sama efni sem nú hafa tekið gildi í öllum ríkjum Evrópubandalagsins og flestum EFTA-ríkjunum.12 3.1 Tilskipun Evrópubandalagsins í júlí 1985 gaf Evrópubandalagið út tilskipun um skaðsemisábyrgð og lagði fyrir aðildarlöndin að setja löggjöf til samræmis við tilskipunina innan þriggja ára. Það voru Frakkar sem mest beittu sér fyrir því að ná fram samræmingu á lögum aðildarríkjanna um þetta efni, en í frönskum rétti hafði ábyrgð framleið- enda verið mun strangari en í rétti annarra aðildarríkja bandalagsins. Þetta var ekki fyrsta tilraunin til lagasamræmingar á þessu sviði í Evrópu. Arið 1977 var á vegum Evrópuráðsins gerður sáttmáli í Strassborg um skaðsem- isábyrgð vegna líkamstjóns. Þessi sáttmáli kom ekki til framkvæmda og skiptir vart máli úr því sem komið er. Með því að um er að ræða tilskipun frá bandalaginu getur komið til þess að beiting laga einstakra aðildarlanda verði endurskoðuð fyrir Dómstóli Evrópu- bandalagsins í Luxemborg. Þau ríki utan bandalagsins sem sett hafa lög í samræmi við tilskipunina eru hins vegar ekki sett undir dómsvald Dómstólsins. Fróðlegt verður hins vegar að fylgjast með því að hve miklu leyti réttarþróun í beitingu reglnanna innan bandalagsins hefur áhrif á dómstóla hér og í öðrum EFTA-ríkjum. Þá kann að verða samið um ýmislegt varðandi samræmda löggjöf í viðskiptasamningum Evrópubandalagsins og EFTA ríkjanna.13 Samkvæmt tilskipuninni er aðildarlöndunum heimilt að setja sérstakar reglur um einstakar framleiðsluvörur, og eldri reglur geta haldið gildi sínu. Þetta er einkum mikilvægt gagnvart bótareglum lyfjalöggjafarinnar í Þýskalandi. í Vestur-Þýskalandi voru á árinu 1976 settar sérstakar reglur um ábyrgð á tjóni af 10 Alþt. 1989-90, þskj. 904. Mælt var fyrir frumvarpinu og er umræðurnar að finna í dálkum 6157- 6163 í umræðuhluta Alþt. 11 Alþt. 1990-91, þskj. 36. Nefndarálit eru á þskj. 1041 og 1112, en efnislegar umræður í umræðuhluta í dálkum 604-607. 12 í Noregi lög nr. 104, 23. desember 1988, í Danmörku lög nr. 371, 7. júní 1989, í Þýskalandi Produkthaftungsgesetz frá 1989. 13 Grein þessari var lokið áður en gengið var frá hinum svonefndu EES-samningum. 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.