Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 54
Kl. 14.00 flutti Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari erindi um skipan ákæruvalds eftir lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Næst flutti Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari erindi um ákæruvald lögreglustjóra (sýslumanna) eftir gildistöku aðskilnaðarlaga nr. 92/1989. Af frummælendum tók síðastur til máls Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri og flutti erindi um sönnunargögn og sönnunarfærslu í sakamálum. Við almennar umræður um efni dagsins tók fyrstur til máls Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari. Lauk hann lofsorði á ræður frummælenda og tók undir ýmislegt í máli þeirra. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort ákæruvaldið ætti ekki einnig að annast fulinustu refsinga. Þá tók til máls Þórður Björnsson fyrrverandi ríkissaksóknari. Vakti hann máls á ýmsum úrræðum og aðferðum við framkvæmd aðskilnaðarlaga og nýrra laga um meðferð opinberra mála, sem hann taldi horfa til einföldunar. Einnig gerði Þórður að umræðuefni þá vankanta, sem hann telur vera á meðferð kærumála, sem felld eru niður, og lagði til að við gildistöku nýrra laga yrði tryggt að bæði kærendum og þeim sem kærðir eru fyrir refsiverða hegðun verði tilkynnt formlega um niðurfellingu slíkra mála. Kvaðst Þórður hafa heimildir fyrir því að mál þessi væru nú í nokkrum ólestri. Þá vildi hann að tryggður yrði réttur þeirra sem legðu fram skaðabótakröfur við rannsókn og meðferð opinberra mála í samræmi við breytt lagaákvæði þar að lútandi í hinum nýju réttarfarslögum. Næstur tók til máls Friðjón Þórðarson sýslumaður. Kvaðst hann líta á gildistöku aðskilnaðarlaga í júlí á næsta ári sem lokin á áralangri þróun á sviði réttarfars í landinu og gagnrýndi raddir þess efnis að um rótæka byltingu væri að ræða í anda þess sem gerst hefði í austurvegi. Jón ísberg sýslumaður Húnvetn- inga tók undir orð Friðjóns og minnti dómara í opinberum málum á breytt hlutverk þeirra á næsta ári og á það hlutleysi, sem gert væri ráð fyrir við meðferð mála, af þeirra hálfu. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, benti á að umboðsmaður Alþingis hefði að gefnu tilefni samið álitsgerð vegna niðurfellingar opinberra kærumála. Að síðustu svöruðu frummælendur gagnrýni og tóku undir ýmislegt í máli ræðumanna. Föstudaginn 11. nóvember var þinginu fram haldið. Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar tók þá við fundarstjórn. Þór Vilhjálmsson hélt erindi um það hvort þörf sé á samskiptareglum lögmanna og dómara í dómsölum og Garðar Gíslason um réttarheimildir íslensks réttar og beitingu þeirra. Síðan flutti Olav T. Laake formaður norska dómarafélagsins ávarp og færði félaginu mynd af uppkvaðningu hins fyrsta dóms fyrir hina fyrstu synd. 276

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.