Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 11
Annars vegar 66. gr. kola- og stálsamningsins (ECSC) sem svipar nokkuð til reglu 86. gr. og hins vegar 54. gr. EES-samningsins sem er efnislega samhljóða 86. gr. Rs. Agreiningslaust er meðal fræðimanna að túlka ber 54. gr. EES-samn- ingsins með sama hætti og 86. gr. Rs., þannig að túlkun á 86. gr. hefur beint fordæmisgildi fyrir Islendinga þegar um er að ræða viðskipti á milli aðildarríkja EES. 3.2 Markaðsyfírráð Evrópudómstóllinn skilgreindi hugtakið markaðsyfirráð í máli United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB7 þannig: „Það er sú staða þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að fyrirtækinu er kleift að hindra virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að þurfa að taka tillit til samkeppnisaðila, viðskiptavina og neytenda“.8 I þessari skilgreiningu eru tvö atriði sem þarf að skoða til að skera úr um markaðsyfirráð. I fyrsta lagi þarf að skoða markaðinn sjálfan þ.e. bæði land- fræðilega markaðinn og vörumarkaðinn og í öðru lagi þarf að skoða styrk fyrir- tækisins á markaðinum. Landfræðilegi markaðurinn ræðst af legu markaðarins. Island myndi t.a.m. venjulega vera talið sem einn markaður vegna fjarlægðar.9 Vörumarkaðurinn byggir hins vegar á því hvort önnur vara geti komið í stað þeirrar sem er til skoðunar.10 Þegar litið er á styrk fyrirtækis á markaðinum er venjulega litið til þess hve stór markaðshlutdeild fyrirtækisins er á viðkomandi markaði. Markaðshlutdeild yfír 50% er alla jafna talin fela í sér markaðsyfirráð. í máli AKZO gegn framkvæmdastjórn ESB* 11 sagði Evrópudómstóllinn m.a. að 50% markaðshlut- deild fæli í sér markaðsyfirráð nema mjög sérstakar kringumstæður væru fyrir hendi. Sú meginlína hefur verið dregin í framkvæmd hjá stofnunum ESB að markaðsráðandi aðstaða sé fyrir hendi á bilinu 40-45%, enda sé til að dreifa einhverjum viðbótarupplýsingum sem bendi til markaðsyfirráða. Framkvæmda- stjórn ESB hefur bent á að 20-40% markaðshlutdeild geti undir sérstökum kringumstæðum dugað til markaðsyfirráða.12 Þetta byggist m.a. á því að fjöl- mörg önnur atriði en markaðshlutdeild geta gefið vísbendingu um styrk fyrir- tækis á markaði. Má hér nefna sem dæmi dreifingu á samkeppnisaðilum, aðgang að fjármagni, yfirburði í tækni, stærðarhagkvæmni, öflugt dreifingar- 7 United Brands gegn Commission [1978] ECR 207, málsgr. 65. 8 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (EES), lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991-92, sérprentun, bls. 154. 9 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um EES. sérprentun, bls. 153. 10 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um EES, sérprentun, bls. 153. 11 AKZO gegn framkvæmdastjóm ESB, [1991 ] ECR I 3359, málsgr. 60. 12 Sjá nánar um þetta efni Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 260 og áfram. Sjá einnig frumvarp til samkeppnislaga, lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992, sérprentun, bls. 15. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.