Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 11
Annars vegar 66. gr. kola- og stálsamningsins (ECSC) sem svipar nokkuð til reglu 86. gr. og hins vegar 54. gr. EES-samningsins sem er efnislega samhljóða 86. gr. Rs. Agreiningslaust er meðal fræðimanna að túlka ber 54. gr. EES-samn- ingsins með sama hætti og 86. gr. Rs., þannig að túlkun á 86. gr. hefur beint fordæmisgildi fyrir Islendinga þegar um er að ræða viðskipti á milli aðildarríkja EES. 3.2 Markaðsyfírráð Evrópudómstóllinn skilgreindi hugtakið markaðsyfirráð í máli United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB7 þannig: „Það er sú staða þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að fyrirtækinu er kleift að hindra virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að þurfa að taka tillit til samkeppnisaðila, viðskiptavina og neytenda“.8 I þessari skilgreiningu eru tvö atriði sem þarf að skoða til að skera úr um markaðsyfirráð. I fyrsta lagi þarf að skoða markaðinn sjálfan þ.e. bæði land- fræðilega markaðinn og vörumarkaðinn og í öðru lagi þarf að skoða styrk fyrir- tækisins á markaðinum. Landfræðilegi markaðurinn ræðst af legu markaðarins. Island myndi t.a.m. venjulega vera talið sem einn markaður vegna fjarlægðar.9 Vörumarkaðurinn byggir hins vegar á því hvort önnur vara geti komið í stað þeirrar sem er til skoðunar.10 Þegar litið er á styrk fyrirtækis á markaðinum er venjulega litið til þess hve stór markaðshlutdeild fyrirtækisins er á viðkomandi markaði. Markaðshlutdeild yfír 50% er alla jafna talin fela í sér markaðsyfirráð. í máli AKZO gegn framkvæmdastjórn ESB* 11 sagði Evrópudómstóllinn m.a. að 50% markaðshlut- deild fæli í sér markaðsyfirráð nema mjög sérstakar kringumstæður væru fyrir hendi. Sú meginlína hefur verið dregin í framkvæmd hjá stofnunum ESB að markaðsráðandi aðstaða sé fyrir hendi á bilinu 40-45%, enda sé til að dreifa einhverjum viðbótarupplýsingum sem bendi til markaðsyfirráða. Framkvæmda- stjórn ESB hefur bent á að 20-40% markaðshlutdeild geti undir sérstökum kringumstæðum dugað til markaðsyfirráða.12 Þetta byggist m.a. á því að fjöl- mörg önnur atriði en markaðshlutdeild geta gefið vísbendingu um styrk fyrir- tækis á markaði. Má hér nefna sem dæmi dreifingu á samkeppnisaðilum, aðgang að fjármagni, yfirburði í tækni, stærðarhagkvæmni, öflugt dreifingar- 7 United Brands gegn Commission [1978] ECR 207, málsgr. 65. 8 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (EES), lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991-92, sérprentun, bls. 154. 9 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um EES. sérprentun, bls. 153. 10 Sjá nánar um þetta Frumvarp til laga um EES, sérprentun, bls. 153. 11 AKZO gegn framkvæmdastjóm ESB, [1991 ] ECR I 3359, málsgr. 60. 12 Sjá nánar um þetta efni Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 260 og áfram. Sjá einnig frumvarp til samkeppnislaga, lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992, sérprentun, bls. 15. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.