Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 7
Tímarit löqfræðinqa 1. hefti • 51. árgangur apríl 2001 UM RÉTTARHEIMILDIR OG NORSKAN DÓM Eitt af því fyrsta sem menn læra í lögfræði er um réttarheimildirnar. Er það að vonum, enda eru þær aðalviðfangsefni allra þeirra sem fást við lögfræði að einhverju marki. Af réttarheimildum standa fremst sett lög og réttarvenja. Þar á eftir koma fordæmi, lögjöfnun, meginreglur laga og eðli máls. Upptalning þessi sýnir jafnframt þá röð sem réttarheimildunum almennt er skipað í að því er rétt- hæð varðar. Réttarheimildafræðin norræna er margfáguð og margt hefur verið um hana ritað í áranna rás. Rétturinn stendur hins vegar ekki í stað heldur er hann í sí- felldri þróun, að vísu misjafnlega hraðri, og með þeirri þróun verður að fylgj- ast. Að öðrum kosti blasir sú hætta við að einn daginn stöndum við uppi eins og tréhestar hrópandi um þau fræði sem þóttu góð og gild á dögum Ussing og Andersen ef ekki fyrir þá tíma. Eftir að Islendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahags- svæðið með gildistöku laga nr. 2/1993 þá hefur í raun opnast nýtt svið í íslenskri lögfræði, harla óaðgengilegt a.m.k. við fyrstu sýn, og erfitt getur verið að finna þar fótum sínum forráð. I 2. gr. laganna segir að meginmál EES-samningsins skuli hafa lagagildi hér á landi auk einnar bókunar og hluta tveggja viðauka við samninginn. Væntanlega þarf engum blöðum um það að fletta að hér er um að ræða fullgildar réttarheimildir að íslenskum lögum. Sagan er ekki þar með öll sögð því að samningurinn hefur margt annað að geyma en það sem sérstaklega var lögtekið enda fyllir hann rúmar 750 blaðsíð- ur í Stjómartíðindunum. í bókun 35 í samningnum um framkvæmd EES-reglna segir eftirfarandi: 1

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.