Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 13
anförnum árum. Tæmandi greinargerð um efni samþykktarinnar er hins vegar
ærið viðfangsefni sem ekki er hægt að gera skil í stuttri tímaritsgrein sem þess-
ari.3 Hef ég því ákveðið að fjalla sérstaklega í þessari ritgerð unr lögsögureglur
Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn og lýsa því hvemig þær
fela í sér málamiðlun á milli viðurkenningar á lögsögu alþjóðlegs dómstóls og
fullveldi einstakra aðildarríkja. Rakin verða andstæð sjónarmið um það hve
efnislega víðtæk lögsaga dómstólsins átti að vera og hvað lá að baki þeirri tog-
streitu.
Efnistök og uppbygging ritgerðarinnar eru með þeint hætti að í kafla 2 verð-
ur stuttlega rakinn sögulegur aðdragandi að stofnun Alþjóðlega sakamáladóm-
stólsins. I kafla 3 mun ég fjalla um meginreglu Rómarsamþykktarinnar um fyll-
ingarlögsögu og taka afstöðu til túlkunar á einstökunr efnisákvæðum samþykkt-
arinnar er lúta að útfærslu hennar. Loks verður í kafla 4 fjallað um það hvenær
lögsaga Alþjóðlega sakamáladómstólsins verður virk, þ.e. grunnforsendur lög-
söguvaldsins og beitingu lögsögunnar.
2. SÖGULEGUR AÐDRAGANDI AÐ STOFNUN ALÞJÓÐLEGA
SAKAMÁLADÓMSTÓLSINS4
Hugmyndin um að nauðsynlegt væri að stofna alþjóðlegan sakamáladómstól
svo að hægt væri að koma lögum yfir þá sem fremja glæpi sem alþjóðlegir eru
í eðli sínu er ekki ný af nálinni. Rekja má slíkar hugmyndir allt aftur til mið-
alda. Almennt er þó viðurkennt að elsta dæmið um stofnun alþjóðlegs dómstóls
í því augnamiði að rétta yfir einstaklingi sem grunaður var um glæpi gegn
mannkyninu er stofnun ad hoc dómstólsins sem settur var á laggirnar árið 1474
að tilstuðlan Karls, hertoga af Burgundy, til að rétta yfir og refsa Peter von Hag-
enbach fyrir morð, nauðganir, meinsæri og aðra glæpi „violating the laws of
God and man“.5
Á nýliðinni öld náðu hugmyndir um stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls að
minnsta kosti allt aftur til undirritunar Versalasamningsins frá 28. júní 1919. I
ákvæði 229. gr. samningsins var gert ráð fyrir stofnun ad hoc alþjóðadómstóls
sem hefði það hlutverk að saksækja og dæma í málum þýskra stríðsglæpa-
manna. Ekkert varð hins vegar af stofnun hans. í kjölfarið var oft og tíðum rætt
um að stofna slíkan dómstól á vettvangi Þjóðabandalagsins (League of
3 Ég hef á öðrum vettvangi fjallað almennt um helstu ágreiningsmál við gerð samþykktarinnar, sjá
hér Róbert R. Spanó: „Alheimsréttlæti og mannleg reisn - Hugleiðingar um stofnun varanlegs al-
þjóðlegs sakamáladómstóls". Morgunblaðið 17. júní 1998.
4 Umfjöllunin í kafla 2 í þessari ritgerð er að meginstefnu til tekin upp úr frumvarpi til laga um
framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn (bls. 3-5) sem lagt var fram á
126. löggjafarþingi 2000-2001 (þingskjal nr. 641, óbirt) en mér var falið af refsiréttamefnd dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins að semja drög að frumvarpinu.
5 Georg Schwarzenberger: Intemational Law as Applied by Courts and Tribunals. II. bindi.
Stevens & Sons, London (1968), bls. 462-466; Bassiouni: Intemational Criminal Law. New York
1986/1987-111, bls. 3-4; ELSA (European Law Student’s Association): Handbook on the
Intemational Criminal Court. 1997, bls. 1.
7