Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 14
Nations). Sú ógn sem á þessum tíma stafaði af alþjóðlegum hryðjuverkasam- tökum varð til þess að samþykktur var 16. nóvember 1937 alþjóðasamningur um varnir gegn hryðjuverkum en II. kafli samningsins laut að stofnun alþjóð- legs sakamáladómstóls. Af sögulegum ástæðum, einkum hinum stjómmálalega tíðaranda tengdum uppgangi nasisma og fasisma, kom hins vegar aldrei til þess að dómstóllinn yrði stofnaður. Eins og vel er kunnugt leiddi síðari heimsstyrjöldin (1939-1945) meðal ann- ars til stofnunar Alþjóðaherdómstólsins í Núrnberg í Þýskalandi með Stofnskrá fyrir Alþjóðaherdómstólinn sem var viðauki við Lundúnasamþykkt Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og Sovétmanna frá 8. ágúst 1945. Hlutverk Núrn- berg-dómstólsins var að saksækja og dæma í rnálum helstu stríðsglæpamanna Möndulveldanna í Evrópu. Með þessu var í fyrsta skipti stofnaður alþjóðlegur dómstóll til að saksækja einstaklinga, án tillits til stöðu þeirra, fyrir glæpi gegn friði (crimes against peace), stríðsglæpi (war crimes) og glæpi gegn mannúð (crimes against humanity). í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar var talsvert rætt unt það á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna hvort stofna ætti varanlegan alþjóðlegan sakamáladómstól. Árið 1947 óskaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir því við alþjóðalaga- nefnd Sþ (Intemational Law Commission) að hún gerði uppkast að skrá yfir glæpi gegn friði og öryggi mannkyns (Code of Offences Against the Peace and Security of Mankind) og lauk nefndin verki sínu á árinu 1954. Drög nefndar- innar voru hins vegar ekki rædd vegna óhagstæðs stjórnmálaástands. Hinn 9. september 1948 hafði hins vegar verið samþykktur alþjóðasáttmáli um ráðstaf- anir gegn og refsingar fyrir hópmorð sem fullgiltur var hér á landi með auglýs- ingu nr. 123/1950. í 6. gr. santningsins var gert ráð fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls. Lítið sem ekkert varð um tilraunir til að setja á laggimar varanlegan alþjóð- legan sakamáladómstól á næstu áratugum. Það var ekki fyrr en í upphafi tíunda áratugar nýliðinnar aldar að verulegur skriður komst á málið á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. í lok kalda stríðsins og þegar styrjöldin á Balkanskaga hófst árið 1991 hafði alþjóðalaganefnd Sþ þegar fengið það verkefni að nýju að út- búa drög að samningi um stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls og lauk nefnd- in því verki árið 1994. í millitíðinni hafði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hins vegar tekið þá ákvörðun að setja á stofn Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í mál- efnum fyrrum Júgóslavíu, staðsettum í Haag, með ályktunum nr. 808 frá 22. febrúar 1993 og nr. 827 frá 25. maí sama ár. Hlutverk dómstólsins var hins veg- ar afmarkað í tíma og rúmi.6 Ári síðar ákvað öryggisráðið síðan að setja á stofn sambærilegan dómstól vegna ástandsins í Rúanda, staðsettan í Arusha í Tans- aníu. 6 Róbert R. Spanó: „Lagalegur grundvöllur fyrir stofnun Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag“. Úlfljótur, 2. tbl. 1996 (49. árg.), bls. 173-179. 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.