Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 17
rfki sé heimilt að blanda sér í hemaðarátök eða innanríkismál annars ríkis. Ljóst
er að með þessum fyrirmælum hafa aðildarríkin leitast við að gæta þeirrar meg-
inreglu þjóðaréttar, sem fram kemur í 7. mgr. 2. gr. sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, að ríkjum sé óheimilt að skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja með
beinum eða óbeinum hætti (non-intervention in intemal affairs rule). Alþjóðlegi
sakamáladómstóllinn getur samkvæmt þessu, eins og nánar verður rakið hér
síðar, aðeins krafist afhendingar sakbomings ef ríki það sem í hlut á, og hefur
viðkomandi einstakling undir höndum, skortir vilja eða getu til að annast við-
eigandi aðgerðir gegn honum.
Til samanburðar má geta þess að fyrirkomulag Rómarsamþykktarinnar um
samspil lögsögu aðildarríkja og Alþjóðlega sakamáladómstólsins, sem endur-
speglast í meginreglunni um fyllingarlögsögu, er frábrugðið því sem byggt er á
í samþykktum Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í málefnum fyrrum Júgóslavíu.13
Verður þetta meðal annars ráðið af efnisákvæðum laga nr. 49/1994, um réttar-
aðstoð íslenska ríkisins við alþjóðadómstólinn sem fjallar um stríðsglæpi í fyrr-
um Júgóslavíu. Lögsaga Júgóslavíudómstólsins er þannig byggð á sjónarmið-
um um að dómstóllinn hafi forgang til að saksækja og dæma í málum þeirra
einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa framið glæpi gegn alþjóðlegum
mannúðarlögum á landssvæði fyrrum Júgóslavíu frá árinu 1991, sbr. 2. mgr. 9.
gr. samþykktanna fyrir þann dómstól.14
Almennt hefur verið gengið út frá því að alþjóðlegur dómstóll sem settur yrði
á laggirnar til þess að dæma í málum er varða glæpi gegn mannkyninu hefði
forgangslögsögu á borð við þá sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í Haag
hefur.15 I úrskurði áfrýjunardeildar dómstólsins í máli saksóknarans g. Dusko
Tadic, sem upp var kveðinn 2. október 1995, er komist svo að orði um þetta
atriði:16
Indeed, when an intemational tribunal such as the present one is created, it must be
endowed with primacy over national courts. Otherwise, human nature being what it
is, there would be a perennial danger of international crimes being characterised as
“ordinary crimes” (Statute of the Intemational Tribunal, art. 10, para 2(a)), or pro-
13 John F. Murphy: „The Quivering Gulliver: U.S. Views on a Permanent Intemational Criminal
Court“. The Intemational Lawyer, Vol. 34. NO. 1, 2000, bls. 57. Sjá hér einnig greinargóða um-
fjöllun hjá Flaviu Lattanzi: „The Intemational Criminal Court; Comments on the Draft Statute".
Flavia Lattanzi (ritstj.) Editoriale Scientifica, Universitá Degli Studi di Teramo (1998), bls. 2-6.
14 Enda þótt ákveðið hafi verið að stofna Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í málefnum fyrrum Júgó-
slavíu með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 1993 vom dómstólar í einstökum ríkj-
um einnig hvattir til þess að beita lögsögu sinni ef tækifæri gæfist til. Aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna sagði meðal annars svo um þetta: „it was not the intention of the Security Council to preclude
or prevent the exercise of jurisdiction by national courts with respect to such acts. Indeed national
courts should be encouraged to exercise their jurisdiction in accordance with their relevant nation-
al laws and procedure". Report of the Secretary-General, UN Doc. S/25704, 3. maí 1993, 64. mgr.
15 Sjá hér nánar Kristina Miskowiak: sama rit, bls. 40-43.
16 The Prosecutor g. Dusko Tadic (2. nóvember 1995), bls. 32.
11