Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 27
þegnríki sakbomings væri aðili að samþykktinni hefði dómstóllinn verið harla máttlrtill. Þá hefði slíkt fyrirkomulag að auki gengið gegn viðurkenndum regl- um þjóðaréttar um alþjóðlega refsilögsögu og framkvæmd refsimála í einstök- um ríkjum. 4.3.2 Reglur um beitingu lögsögunnar 4.3.2.1 Almennt Að uppfylltum gmnnforsendum 12. gr., sem að framan hafa verið raktar, get- ur dómstóllinn samkvæmt 13. gr. í fyrsta Iagi beitt lögsögu sinni ef aðildarríki vísar til saksóknara „aðstæðum“ þar sem einn eða fleiri glæpir í merkingu 5. gr. hafa verið framdir, sbr. a-lið ákvæðisins. Nánar er kveðið á um tilvísun aðildar- ríkis í 14. gr. samþykktarinnar. I öðru lagi getur dómstóllinn beitt lögsögu sinni ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveður að vísa aðstæðum til dómstólsins á grandvelli VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. b-lið 13. gr. Loks getur dómstóllinn beitt lögsögu sinni ef saksóknarinn hefur hafið rannsókn á slíkum glæpum í samræmi við efnisákvæði 15. gr. samþykktarinnar. Verður nú stuttlega fjallað um hvert tilvik fyrir sig. 4.3.2.2 Aðildarríki eða Öryggisráð Sþ vísar aðstæðum til saksóknara Samkvæmt a- og b-lið 13. gr. Rómarsamþykktarinnar getur dómstóllinn beitt lögsögu sinni ef aðildarríki hefur í samræmi við 14. gr. vísað til saksóknarans aðstæðum þar sem einn eða fleiri glæpir, sem falla undir 5. gr. samþykktarinn- ar, hafa verið framdir eða öryggisráðið hefur á grundvelli heimilda sinna í VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna vísað til saksóknarans aðstæðum þar sem einn eða fleiri slfkir glæpir virðast hafa verið framdir. Almennt verður að telja að tilvísanir aðildarríkja eða Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna á grundvelli a- og b-liða 13. gr. verði sjaldgæfar ef miðað er við hefðbundin samskipti ríkja á alþjóðavettvangi og þau pólitísku sjónarmið sem liggja til gmndvallar ályktunum öryggisráðsins samkvæmt VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Má því ætla að dómstóllinn muni jafnan beita lögsögu sinni í tilefni af ákvörðunum saksóknarans um að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á grundvelli upplýsinga um glæpi sem falla undir lögsögu dómstóls- ins, sbr. 1. mgr. 15. gr. samþykktarinnar, sem nánar verður rakin síðar. Bæði í a- og b-lið 13. gr. er vísvitandi notað hugtakið aðstæður (situation) yfir þau tilvik sem aðildarríki eða öryggisráðið geta vísað til saksóknarans. Astæðan er sú að samningsaðilar töldu ekki rétt að vísað yrði til saksóknarans einstöku tilviki þar sem slíkt gæti falið í sér of nákvæma pólitíska afmörkun á þeim tilvikum sem beint væri til úrlausnar dómstólsins. Þá var einnig á því byggt að dómstóllinn ætti með tilliti til skilgreininga glæpanna samkvæmt 5. gr. samþykktarinnar aðeins að fjalla um mjög alvarlegar aðstæður. Væri því jafnan um að ræða samansafn margra tilvika sem gerst hefðu á tilteknu tímabili og á nánar afmörkuðu svæði. 21

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.