Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 33
ilvægur þáttur í mati á því hve mikil áhrif fangelsun og aðrar refsitegundir hafa á afbrotahegðan. Upplýsingar unr það hvers konar einstaklingar og aðstæður eru líklegastar til að ítrekun eigi sér stað eru mikilvægar stjómvöldum við að móta nýjar leiðir til að draga úr ítrekun og auðvelda endurkomu brotamanna inn í þjóðfélagið að nýju. Ekki er síður mikilsvert að upplýsingar um ítrekunartíðni til lengri tíma auðvelda stjómvöldum að meta áhrif ýmissa nýjunga sem gripið hefur verið til á síðustu árum, s.s. samfélagsþjónustu, og áhrifa þeirra á ítrekun- artíðni. Til þess að geta svarað framangreindum spurningum verða allar upplýsingar að vera fyrir hendi. Gögnin sem þessi rannsókn byggir á eru öll tiltæk hjá op- inberum aðilum hér á landi sem auðveldar mjög úrvinnsluna og gerir ísland til- valið til rannsókna af þessu tagi. Rannsóknin byggir á skrá frá Fangelsismála- stofnun ríkisins yfir alla þá sem dæmdir voru í óskilorðsbundna og/eða skil- orðsbundna refsingu á tímabilinu 1. janúarl994 til 31. desember 1998.1 skránni eru upplýsingar unr kyn, aldur við uppkvaðningu dóms, uppkvaðningardag dóms, aðalbrot, tegund refsingar og lengd hennar, hvenær og hvemig refsing var fullnustuð og uppkvaðningardaga fyrri dóma. Á grundvelli þessara upplýs- inga er þessum einstaklingum síðan fylgt eftir fram á mitt ár 2000 með hjálp upplýsinga frá lögreglu og kannað af hve mörgum þeirra lögregla hafði afskipti á ný, hve margir hlutu nýjan dóm eða voru fangelsaðir á nýjan leik.2 Fram kem- ur hvenær refsing var fullnustuð, dagsetning nýs dóms og fangelsun allra þeirra sem hlutu refsingu á tímabilinu 1994-1998 að nýju. Skráin felur því í sér þekkta afbrotasögu allra þeirra sem fullnustuðu einhvers konar refsingu á þessu tíma- bili. Á grundvelli þessara upplýsinga er ítrekunartíðni ólíkra hópa og tegunda refsinga reiknuð út og metin. 3. ERLENDAR RANNSÓKNIR Á ÍTREKUNARTÍÐNI Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á ítrekunartíðni afbrota- manna og þeim bakgrannsþáttum sem best spá fyrir um hana. Niðurstöður benda til að u.þ.b. þriðjungur brotamanna sem lýkur afplánun í fangelsi sæti fangelsisvist að nýju og að um 40 prósent brjóti af sér aftur innan þriggja til sex ára eftir að þeir hafa verið látnir lausir. Þó ber að hafa í huga að úrtök, aðferðir og skilgreiningar eru breytilegar eftir rannsóknum. Rannsóknir sýna einnig að endurkomutíðni er breytileg eftir bakgrunni, þ.m.t. aldri, kyni, tegund afbrots og fyrri afbrotum. Almennt má gera ráð fyrir að ungir karlar sem dæmdir hafa verið fyrir auðgunarbrot og eru á sakaskrá séu líklegastir til að brjóta af sér aft- ur. Tveir annmarkar einkenna einna helst þessar erlendu rannsóknir. I fyrsta lagi hafa rannsóknir að mestu leyti takmarkast við nokkur fjölmenn vestræn ríki (t.d. Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland) sem veitir okkur tiltölulega takmarkaða sýn á viðfangsefnið með tilliti til menningar og samfélagsgerðar. í 2 „Fangelsun á ný“ er hér notað urn fangelsun við ítrekun, enda þótt fyrri dómur hafi verið skilorðsbundinn eða afplánaður með samfélagsþjónustu. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.