Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 35
Eins og fram kemur í þessu yfirliti er enn þá mörgum spurningum ósvarað varðandi ítrekunartíðni fullorðinna afbrotamanna. Það er því fyllilega tímabært að kanna ítrekunartíðni með sambærilegum hætti og gert var í könnun Ómars H. Kristmundssonar (1988) þ.e.a.s. meta hve hátt hlutfall brotamanna sem lýkur afplánun refsinga tiltekið ár eða á tilteknu árabili fer aftur í fangelsi innan til- tekins tímabils. Skýringa- eða frumbreyturnar sem notast var við í rannsókninni voru kyn, aldur, tegund refsingar, tegund afbrots sem brotamanni var refsað fyrir og fyrri afbrot. Með upplýsingum um fullnustu dóma á rannsóknartímabilinu er hægt að rekja afbrotasögu viðkomandi einstaklinga ef einhver er og reikna út ítrekunar- tíðni hópanna. Til að meta vægi frumbreyta í dreifingu fylgibreyta (ítrekanir) er notast við afbrigði aðhvarfsgreiningar (proportional hazards regression) sem hentar gögnum vel þar sem tímaröð er mikilvægur þáttur eins og tilfellið er í þessari rannsókn. 5. EINKENNI HEILDARÚRTAKS Aður en skýrt verður frá ítrekunartíðni meðal þeirra sem sæta refsingu á ís- landi er nauðsynlegt að athuga nokkur einkenni úrtaksins. í töflu 1 koma fram lýsandi upplýsingar um þá 3216 einstaklinga sem luku afplánun á íslandi frá 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1998. Þar með eru taldir þeir sem luku afplánun fangavistar eða samfélagsþjónustu sem og þeir sem einungis fengu skilorðs- bundna dóma á þessu tímabili. Tafla 1 lýsir tegundum brotamanna og afbrota sem rannsóknin tekur til og veitir einnig upplýsingar um eðli refsinga á íslandi. Fjöldi þeirra sem lýkur afplánun á hverju ári tekur ekki verulegum breytingum þau fimm ár sem rannsóknin tekur til; um það bil 20 prósent úrtaksins lauk af- plánun hvert ár. Um 37 prósent úrtaksins hafði afplánað fangavist og tæplega 5 prósent hafði afplánað samfélagsþjónustu. Meirihluti úrtaksins (58.4 prósent) var ekki fangelsaður og fékk eingöngu skilorðsbundinn dóm. Eins og hjá öðr- um þjóðum eru flestir brotamenn á íslandi karlar (91.1 prósent) og meðalaldur þeirra er um tuttugu og níu ár. Hvað varðar aðalbrot sem þessir einstaklingar voru dæmdir fyrir var meira en helmingur (54.9 prósent) dæmdur fyrir fjár- munabrot (þ.e. auðgunarbrot, skjalafals og eignaspjöll). Dómar fyrir manndráp eða líkamsmeiðingar (16.4), umferðarlagabrot (12.8) og fíkniefnabrot (7.0) voru næst algengastir meðal úrtaksins.2 Tafla 1 sýnir einnig að 63 prósent heild- arúrtaksins hafði ekki áður hlotið dóm, en yfir 10 prósent hafði hlotið dóm 5 sinnum eða oftar. Á sama hátt hafði mikill meirihluti (74.9) ekki verið áður í fangelsi, en lítið brot úrtaksins, 6.5 prósent, hafði að baki 5 eða fleiri fanga- vistir. 2 Flokkurinn „önnur brot“ í töflu 1 nær m.a. yfir eftirfarandi: brot gegn valdstjórninni, brot gegn persónufrelsi, brot á almannafriði og allsherjarreglu, brot gegn friðhelgi einkalífsins, rangur framburður og rangar sakargiftir, brot í opinberu starfi, almannahættubrot, brot sem snerta starfsréttindi og laun og ýmis önnur minni háttar brot. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.