Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 41
þess eru einkum tvær. í fyrsta lagi verða allar nauðsynlegar upplýsingar að vera fyrir hendi. I Bandaríkjunum þyrftu rannsakendur að nálgast þessar upplýsing- ar hjá þremur ólíkum aðilum. Upplýsingar um fanga þarf að nálgast hjá fang- elsisyfirvöldum, upplýsingar um samfélagsþjónustu hjá skilorðseftirlitinu og upplýsingar urn skilorðsbundna dóma hjá viðkomandi dómstólum. Þótt hægt sé að nálgast allar þessar upplýsingar er það erfiðleikum bundið að tengja þær saman á viðunandi hátt fyrir rannsóknir af þessu tagi. Þetta er að hluta til vegna þess að upplýsingamar eru ekki færðar inn á sama hátt hjá þessum ólíku aðil- um og að auki er erfitt að keyra saman ólíkar málaskrár. Þess vegna einkennast rannsóknir á ítrekunum í Bandaríkjunum að miklu leyti af því að meta ítrekan- ir þeirra sem hafa hlotið tiltekna tegund refsingar (t.d. fangelsi eða skilorðs- bundinn dóm) en mjög fáir hafa rannsakað áhrif ólíkra refsinga á sama tíma. Miðlægni upplýsinga um refsidóma, samfélagsþjónustu og fangelsun hjá sama aðila á íslandi, Fangelsismálastofnun ríkisins, gerir okkur kleift að yfirvinna þessar hindranir og bera saman ítrekun þeirra sem hlotið hafa ólíkar tegundir refsinga. Önnur ástæða þess að svo fáar rannsóknir hafa borið saman ítrekunartíðni einstaklinga sem hlotið hafa ólrkar tegundir refsinga er að jafnvel þó að nauð- synlegar upplýsingar séu fyrir hendi er samt sem áður erfitt að svara þessari spurningu nteð nægilega mikilli nákvæmni. Til þess að svara spurningunni um áhrif ólíkra refsinga á ítrekunartíðni með óyggjandi hætti þyrfti að ákveða refs- ingar með tilviljunarkenndum hætti þannig að hópamir hefðu sem sambærileg- ust einkenni (hvað varðar t.d. brot, fyrri brotasögu og aldur) og fengju síðan ólíkar tegundir refsinga. Þó að þetta sé fræðilega spennandi er þetta ekki raun- hæfur kostur fyrir stjómvöld fyrir utan óhjákvæmileg siðfræðileg álitaefni og því vart að undra að ekki hafi verið gripið til úrræða af þessu tagi. Rannsakend- ur verða því að styðjast við hefðbundnari aðferðir til að meta ítrekunartíðni þeirra sem hljóta ólíkar tegundir refsinga eftir að leitast hefur verið við að jafna út mun af öðru tagi milli þessara hópa. Þetta var gert í þessari rannsókn. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er ekki rétt að draga ályktanir um áhrif ólrkra viðurlaga á ítrekunartíðni án þess að laga mælingar á tíðni ítrekun- arinnar frekar að þessum hópum. Sem dæmi má nefna að fundin var ítrekunar- tíðni fyrir þá sem vom vistaðir í fangelsi, þá sem luku samfélagsþjónustu og þá sem hlutu skilorðsbundinn dóm hvem fyrir sig. Einfaldur samanburður á þess- um niðurstöðum leiðir í Ijós að ítrekunartíðni er lægri hjá þeim sem ljúka sam- félagsþjónustu og þeim sem hlutu skilorðsbundinn dóm en hjá þeim sem voru fangelsaðir. Þó að þetta sé rétt lýsing á ítrekunartíðni þessara þriggja hópa er ekki hægt að halda því fram að samfélagsþjónusta og skilorðsbundnir dómar leiði í sjálfu sér til lægri ítrekunartíðni. Þetta eru ekki fyllilega réttar ályktanir vegna þess, eins og fram kemur í töflu 2, að munur er milli þeirra einstaklinga sem hljóta ólíkar tegundir refsinga sem gæti skýrt muninn á ítrekunartíðni þess- ara hópa. M.ö.o. hóparnir em ekki sambærilegir hvað varðar brot, aldur og fyrri brotasögu sem eru allt þættir sem geta haft áhrif á ítrekunartíðni. Hugsanlegt er 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.