Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 50
un háskólastarfsins og sem sniðin séu að þörfum rannsóknarháskóla. Meðal hinna mikilvægustu atriða, sem þar koma til álita, er það, hvaða stefnu skuli fylgt, í megindráttum, varðandi nýráðningar í störf fastra kennara og sérfræð- inga við deildir og stofnanir háskólans, en á þessum mönnum hvílir þungi hins faglega háskólastarfs. Hér á eftir mun ég drepa á nokkra þætti, er snerta nýráðn- ingar kennara og sérfræðinga til Lagadeildar Háskóla íslands, þar sem ég starfa, en ég tel einkar brýnt að tekin sé upp efnisleg umræða um rétt og heppileg við- mið í því sambandi. Kröfur sumra um aukin tengsl háskólans við „atvinnulíf- ið“, einnig við nýráðningar starfsmanna, knýja m.a. á um að ég segi skoðun mína á málinu. Um þetta mætti vissulega rita langt mál, og væri freistandi, en hér skal látið nægja að nefna aðeins nokkur meginatriði, sem ég tel að hafa beri í huga - og lýsir sú stutta umfjöllun um leið grundaðri afstöðu minni. Tekið skal fram, að mér er vel kunnugt um að ýmsir mætir menn hafa aðra afstöðu en ég til ýmissa þeirra atriða, sem fram koma í máli mínu á þessum blöðum. Meginþættir eftirfarandi hugleiðinga um stefnumörkun við nýráðningu fastra kennara í lagadeild og um þýðingu þess málefnis fyrir framtíð og framþróun lagadeildar og um leið lögvísinda í landinu hafa mótast á löngum starfsferli mínum sem kennari við lagadeild.1 Margra ára framhaldsnám mitt og tíðar námsdvalir við erlenda háskóla ásamt ótalmörgum heimsóknum til háskóla og háskólastofnana í öðrum löndum, fyrr og síðar, og viðræður við marga mæta menn, sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu, hafa einnig haft sitt að segja við þróun hugmynda minna á þessu sviði. Ekki síður er haft mið af þörfum þjóðfélagsins nú á tímum. 2. RANNSÓKNARHÁSKÓLI OG AÐRIR SKÓLAR Allmargir íslenskar menntastofnanir veita nú kennslu „á háskólastigi“ eins og það er kallað, en Háskóli Islands hefur þar talsverða sérstöðu vegna þess m.a. að hann er - og á að sjálfsögðu að vera - „rannsóknarháskóli“ með afar víð- tæku starfssviði, og mun enn um langt skeið hafa yfirburði á því sviði meðal annarra skólastofnana í landinu. I rannsóknarháskóla vegur fræðilegt framlag umsækjanda um kennara- eða sérfræðingsstöðu að sjálfsögðu mun þyngra en annað það, sem hann ber á borð með sér. Hinir skólarnir hafa, sumir hverjir, markað sér stöðu sem „fagskólar“ þar sem alls ekki eru sömu tengsl á milli rannsókna og kennslu og er við Háskóla Islands, en í hinu alþjóðlega háskóla- samfélagi þekkja allir muninn á þessum tveim megintegundum æðri skóla. Há- skóli íslands er „universitas", sem á að byggja - og byggir - alfarið á akadem- ískri stefnu í störfum sínum, en sú stefna er þó sniðin að þörfum samfélagsins. Vitaskuld er unnt að kenna íslenska lögfræði í öðrum skólum en Háskóla ís- lands, enda er það nú þegar gert að vissu marki, en sú kennsla - sem og starf- semin að öðru leyti - verður óhjákvæmilega með öðrum „formerkjum“, en gild- ir í lagadeild og er í reynd ekki sambærileg. Þessir fagskólar eða sérskólar geta 1 Ég hefi verið fastur kennari við deildina síðan haustið 1973. 44

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.