Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 52
Háskóla íslands og em góðir og gegnir starfsmenn hér með mikla þekkingu, reynslu og yfirsýn um háskólamálefni víða um heim. Verður að ætla að þær við- miðanir endurspegli nú í stórum dráttum ríkjandi stefnu innan Háskólans - og má reyndar heita öruggt að svo sé. Grundvallarreglan um höfuðvægi fræðistarfa umsækjenda kemur einnig ber- lega fram í 43. gr. háskólareglugerðar nr. 458/2000, sem brátt verður vikið nán- ar að. Ekki verða séðar hinar minnstu efnislegar ástæður til að víkja frá þessari stefnu við mannaráðningar í lagadeild. Hafa verður hugfast, að yrði þeirri stefnu um nýráðningar háskólakennara þess í stað haldið uppi, að fremur yrði lögð áhersla á kröfu um „praktíska“ reynslu umsækjendanna utan Háskóla Islands eða annarra viðurkenndra há- skóla en á árangur í fræðistörfum, myndi það bersýnilega draga úr áhuga ungs fólks með háskólapróf til að leggja stund á hið æðsta rannsóknamám í háskóla- heiminum, þ.e. doktorsnámið, sem haft hefur ómetanlegt gildi á öllum fræða- sviðum hvarvetna. Verður ekki hjá því komist að líta á stöðu mála í lagadeild með nokkurri vísun til þessa, sjá einnig það sem síðar segir um doktorspróf. Þess verður jafnframt að minnast, að það myndi að sjálfsögðu mælast illa fyrir meðal lektora, er nú starfa, ef þeir þyrftu að horfa upp á það, að við ráðn- ingu nýrra manna (þ.e. manna, sem ekki hafa áður starfað við háskólann) í störf dósenta eða prófessora væru gerðar miklu minni kröfur til fræðistarfa þeirra heldur en gerðar eru þegar lektor sækir um framgang úr sínu starfi í dósents- starf. 4. GILDI FAGLEGRAR REYNSLU UMSÆKJENDA ÚR FYRRI STÖRFUM ÞEIRRA Samkvæmt beinum fyrirmælum í 43. gr. háskólareglugerðar skal mat á hæfni umsækjenda, að teknu tilliti til menntunar, „byggjast á eftirfarandi starfsþáttum: rannsóknum, kennslu og stjómun“. Rannsóknaþátturinn vegur þar lang þyngst og gefur reglugerðin allnákvæmar leiðbeiningar um það, hvernig meta skuli vísindagildi þeirra rannsókna, sem umsækjendur eiga að baki. Samkvæmt sömu grein reglugerðarinnar má við hæfnismat umsækjenda m.a., auk hefðbundinna akademískra viðmiðana um reynslu af rannsóknum, kennslu og stjórnun, hafa nokkra hliðsjón af þeim fyrri faglegu störfum umsækjendanna, sem ekki krefj- ast fræðilegra ritstarfa og fræðilegrar hæfni með sama hætti og háskólastörfin. Vissulega vega þau störf þó ekki eins þungt við yfirvegað mat á umsækjendum, þótt fjölbreytt starfsreynsla sé í sjálfu sér góðra gjalda verð, sbr. síðar. Hafa reglugerðarsmiðir orðað þetta á heppilegan hátt og með þeim hætti að kærkomin leiðbeining er þar gefin, a.m.k. þegar um er að ræða umsóknir um framgang háskólakennara í starfi. Hins vegar verður vart sagt með sanni, að áhersluþættimir „kennsla og stjórnun“ (eins og stöðu þeirra er háttað í reglu- gerðinni) geti að öllu leyti gefið nógu heppileg viðmið, þegar um er að ræða nýráðningar manna, sem hafa að vísu fullnægjandi fræðistörf að baki en hafa ekki áður starfað við háskóla. Þar gæti verið réttara að leggja þess í stað, auk 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.