Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 55
unum um fræðilegan hæfnisgrunn umsækjenda, sem þegar hefur verið gerð
grein fyrir. Aðalatriðið er vitaskuld, að hinn hæfasti fáanlegi maður verði ráð-
inn í hlutaðeigandi starf hverju sinni. Um það ættu allir að geta verið sammála.
6. SKILYRÐI UM DOKTORSPRÓF EÐA JAFNGILDI ÞESS
Rétt er, að mínu mati, að héðan í frá verði þeirri meginstefnu fylgt, að ekki
verði aðrir ráðnir í störf dósenta eða prófessora við lagadeild en þeir menn, sem
hafa að baki doktorsgráðu í lögfræði (en doktorsritgerðir þeirra koma engu að
síður til venjubundins mats dómnefndar hverju sinni).6 Þó verður einnig að vera
full heimild til að meta annars konar fræðistörf umsækjenda sem jafngild dokt-
orsgráðu, þegar sérstaklega stendur á, en annars konar störf en fræðastörf geta
hins vegar aldrei orðið jafngild doktorsprófi. Þetta verður einnig að hafa hug-
fast, þegar framgangsreglum er beitt. Þessi regla gildir nú almennt, því næst án
undantekninga, hvarvetna í hinum akademíska heimi eins og kunnugt er.
Ekki er óvarlegt að spá því, að á komandi árum muni þessari kröfu um dokt-
orspróf eða fullkomið jafngildi þess einnig verða beitt um nýráðningar lektora
við deildina, eins og nú er t.d. löngu orðið í lagadeildum háskólanna í Dan-
mörku og Noregi og í fjölmörgum öðrum hámenningarlöndum, sem við höfum
mikil samskipti við.Vafalaust er einnig rétt að huga að hæfniskröfum aðjúnkta
við lagadeild - jafnframt því sem staða þeirra verði styrkt á ýmsan hátt - og
sýnist ekki óeðlilegt að í framtíðinni verði gerð krafa um að þeir hafi a.m.k. tek-
ið meistarapróf í lögum við viðurkenndan háskóla.
7. SÉRFRÆÐIKUNNÁTTA Á ÁKVEÐNUM SVIÐUM
LÖGFRÆÐINNAR
Álitamál er vissulega, hvort rétt sé, að við ráðningar í störf við lagadeild séu
gerðar ríkari kröfur en nú er um það, hvort hlutaðeigandi umsækjendur hafi
með sannanlegum eða formlegum hætti öðlast sérfræðikunnáttu nákvæmlega á
því fræðasviði, sem þeim er einkum ætlað að starfa á. Hins vegar er vitað, að
þetta er reglan í flestum eða lrklega þó fremur öllum öðrum deildum Háskóla
Islands. Ég tel þó, að vandlega athuguðu máli, að vart sé ástæða til, nú að sinni,
að breyta um of frá núverandi framkvæmd þetta varðandi, enda þótt líklegt sé
hins vegar að þessi regla verði tekin upp hér, eins og annars staðar, einhvern
tíma á komandi árum.
8. AÐ HORFA FRAM Á VIÐ EN EKKI TIL BAKA
Að mínu mati ætti alls ekki, frá þessari stundu, að horfa til fyrri framkvæmd-
ar um ráðningu lagakennara þegar mörkuð skal stefna um nýráðningar, sem hafi
mið af því sem hér hefur komið fram. Vegferð okkar lagadeildarmanna inn í
framtíðina má líkja við ökuferð, þar sem ekki dugar að sá, sem er við stjómvöl-
6 Allnokkur hópur ungra lögfræðinga leggur nú stund á doktorsnám í lögum við virta erlenda
háskóla.
49