Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 56
inn á hverjum tíma, horfi einkum út um afturrúðu farartækisins heldur ber hon-
um að horfa fram á veginn.7 Annað aksturslag getur ekki leitt til famaðar. Ein-
blíning á fyrri vinnubrögð við ráðningar einstakra manna á ýmsum tímum, í
stað þess að horfa til almennra viðmiða innan deilda háskólans og eðlilegrar
kröfu tímans, leiðir okkur einnig fljótt í ógöngur. Vinnubrögð við nýráðningar,
sem hefðu mið af úreltri stefnu (eða öllu heldur stefnuleysi) í þessu efni, myndu
að vísu ekki leiða til lóðbeins hmns deildarinnar heldur hægfara hnignunar og
einangmnar hennar frá hinu akademíska samfélagi - bæði hérlendis og á fjöl-
þjóðlega vísu.8
9. LAGADEILD OG „ATVINNULÍFIГ
Oft er rætt - og stundum af nokkrum fjálgleik - um „tengsl háskóla og at-
vinnulífs" eða „þjónustuhlutverk háskóla við atvinnulífið“ o.þ.h. Oft er það tal
illa skilgreint og iðulega fremur marklítið og innihaldssnautt þegar vel er skoð-
að, stundum lítið annað en slagorð og upphrópanir. Miða ég þar við langa
reynslu mína af málskrafi sumra manna um þau efni við ýmis tækifæri, fyrr og
síðar. Akveðnar hættur leynast í þjónustu akademískrar stofnunar, sem hefur
ríkar hlutleysisskyldur í fræðunum, við einstök fyrirtæki í atvinnulífi eða til-
tekna hagsmunahópa, enda þótt náin samvinna háskólans og margvíslegra fyr-
irtækja og stofnana geti verið réttlætanleg og sé stundum nauðsynleg. Getur þá
stundum orðið stutt á milli þjónustu og þjónkunar. Er sá samskiptastígur sann-
arlega vandrataður. Oft gleymist að höfuðskylda Háskóla Islands, sem og ann-
arra sambærilegra rannsóknarháskóla, er við samfélagið allt (og þá um leið
sjálfkrafa við „atvinnulífið“ svokallaða). Þá skyldu rækir háskólinn best með
því að vera trúr fræðunum, á grundvelli vel skilgreindra stefnumiða, og sýna ítr-
ustu varkárni um skyndikynni við hagsmunaaðila, sem oft heimta skammtíma-
lausnir er gefi skjótan arð.
Háskóli Islands á að vera þjóðleg menningarstofnun, sem fullnægir alþjóð-
legum gæðakröfum og hefur rík tengsl við hið fjölþjóðlega háskólasamfélag án
þess að glata sérstöðu sinni.
Höfuðskylda háskólans sem rannsóknarháskóla er vitanlega sú að halda uppi
öflugum og sjálfstæðum rannsóknum og jafnframt kennslu, sem byggir m.a. á
grunni þeirra rannsókna. Þannig þjónar hann einnig samfélaginu best. Ekki má
heldur gleyma gildi fræðastarfs „fræðanna vegna“, þannig að ekki er rétt að ein-
blína á svokallaðar „hagnýtar greinar“ einvörðungu. Allar alvöru rannsóknir, á
hvaða fræðasviði sem er, eru „hagnýtar“, enda þótt fjárhagslegur ávinningur af
7 Þegar hér er talað um „stjómanda ökutækis" er að sjálfsögðu átt við hvem þann, sem á hlut að
ráningu starfsmannsins, þ.e. háskólarektor og dómnefndarmenn og jafnframt hvem einstakan
kennara deildarinnar, en allir fastir kennarar eiga atkvæðisrétt á deildarfundum og þar með
ákvörðunarrétt um stefnuna!
8 Minnumst þess, að fyrri ráðningar prófessora og dósenta við lagadeild fóru fram áður en
núverandi viðmiðunarkerfi um hæfnisstig háskólakennara tók gildi, þannig að nú eru aðstæður
aðrar og forsendur breyttar og því meira en sjálfsagt að taka upp ný vinnubrögð, sem byggist á
fyrirliggjandi viðmiðunum.
50