Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 58
11. RÁÐNING SÉRFRÆÐINGA ÁN KENNSLUSKYLDU Að síðustu vil ég minna á, að ég tel orðið fyllilega tímabært að huga að ráðn- ingu sérfræðinga (fræðimanna eða vísindamanna) að deildinni á komandi árum, þ.e. manna, sem einungis hafi hér rannsóknar- og stjórnunarskyldu en ekki kennsluskyldu, sbr. nánari ákvæði í III. kafla háskólareglugerðar. Yrði það m.a. ómetanleg fagleg stoð allrar starfsemi í raunverulegri rannsóknarstofu innan vé- banda lagadeildar, ef eða öllu heldur þegar henni verður komið á stofn. Starf slíkra manna gæti orðið íslenskum lögvísindum mikil lyftistöng, sbr. til hlið- sjónar það, sem gerst hefur á ýmsum öðrum fræðasviðum Háskóla Islands og kunnara er en frá þurfi að segja. 52

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.