Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 4
réttindaákvæðum stjórnarskrárinnar frá árinu 1995 hafi haft áhrif í þessa átt en nteð þeim hafi verið lögð áhersla á samþættingu þeirra ákvæða við alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Island er aðili að. I þriðja lagi að lagasetning á Islandi sé óvandaðri en annars staðar. í fjórða lagi geti það haft sín áhrif að Hæstiréttur hafi sætt þeirri gagnrýni um miðjan áratug síðustu aldar að vera hallur undir hagsmuni ríkisvaldsins. Tvær fyrsttöldu ástæðumar telur Davíð lík- legustu skýringamar þótt ekki útiloki hann hinar. Hér mætti ef til vill bæta við því að óvíða ef nokkurs staðar er jafn greiður aðgangur að æðsta dómstól þjóðar og á Islandi og gæti það hugsanlega haft hér einhver áhrif. Ekki er ólíklegt að þessar skýringar geti allar átt við að einhverju leyti. Hér verður ekki tekin afstaða til þess hvort ein þeirra vegi þyngra en önnur, heldur aðeins farið nokkrum orðum þá sem í þriðja lagi er talin, þ.e. áhrif þess hvemig að lagasetningu er staðið. Það er að vísu álitamál hvenær lagasetning er óvönd- uð og hvenær ekki. Vafalaust er þó að missýnist löggjafanum eitthvað við laga- setningu af gáleysi einu saman getur hún ekki talist vönduð. Hins vegar getur lagasetning talist vönduð út af fyrir sig þótt svo nærri stjómarskránni sé högg- við að vafi leiki á hvort hún brýtur í bága við hana eða ekki, a.m.k. vönduð að öðru leyti en því. I því tilviki er löggjafinn vitandi vits að taka áhættu sem brugðið getur til beggja vona með. Stoðar honum þá lítt að bregðast ókvæða við þótt illa kunni að fara þegar á reynir. Tæpast er hægt að telja vinnubrögð af þessu tagi til fyrirmyndar, en þó er hugsanlegt að ríkir hagsmunir geti réttlætt þau. Hér þarf og sérstaklega að hafa í huga að nokkur munur kann að vera á því annars vegar að reyna að gera sér grein fyrir því fyrir fram hver lög kunni að brjóta í bága við stjórnarskrá og hins vegar að meta slíkt þegar á hólminn er komið og útkljá þarf ákveðna afmarkaða deilu í dómsmáli. Hjörleifur Guttormsson, fyrrunt ráðherra og þingmaður til tveggja áratuga, ritaði grein í Morgunblaðið 8. desember sl. Kveðst hann oft hafa undrast hvemig hendi hafi verið kastað til lagasetningar. í greininni segir orðrétt: „í starfsháttum þingsins og ósjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu er að mínu mati að finna helstu skýringar á því að ýmis lagaákvæði hafa ekki staðist skoð- un dómstóla. Alþingi kemur illa út að þessu leyti í samanburði við þjóðþing annarra Norðurlanda". Ekkert verður um það fullyrt hvort aðrir þingmenn kunna að deila þessari skoðun með Hjörleifi en hann verður tæplega sakaður um skort á reynslu af þingstörfum. Þegar þetta er ritað vill svo til að Alþingi hefur nýlega haft til meðferðar þrjú frumvörp til laga þar sem komið hafa fram þær skoðanir innan þings og utan að einstök ákvæði þeirra kunni að brjóta í bága við stjómarskrána eða það beinlínis fullyrt. Um er að ræða frumvarp um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, frumvarp um breyting á lögum um útlendinga og frumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum, fjölmiðlafrumvarpið svokallaða. Hér ber þess að gæta að örugglega er það svo af og til í umræðum á Alþingi að í hita leiksins er stjómarskránni er veifað og einstök ákvæði lagafrumvarpa 188
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.