Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 63
4. HVENÆR ER SKYLT AÐ AFLA FRAMKVÆMDALEYFIS?
Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
er óheimilt að hefja framkvæmdir sem eru háðar framkvæmdaleyfi fyrr en að
fengnu leyfi viðkomandi sveitarstjórnar. Ef framkvæmd sem fellur undir 27. gr.
skipulags- og byggingarlaga er hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni getur
skipulagsfulltrúi eða byggingarfulltrúi stöðvað hana tafarlaust, sbr. 1. mgr. 56.
gr. skipulags- og byggingarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 135/1997. í ákvæðinu er
tekið fram að bera skuli ákvörðun um stöðvun framkvæmda undir sveitarstjórn
svo fljótt sem við verður komið. Slík ákvörðun er kæranleg til úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarmála skv. 2. mgr. 8. gr. laganna.
í 6. mgr. greinar 9.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 er tekið fram að
framkvæmdaleyfi veiti ekki heimild til framkvæmda sem brjóti í bága við
skipulag, ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra. Samkvæmt 3. mgr. 27. gr.
skipulags- og byggingarlaga fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hafi framkvæmdir
ekki verið hafnar innan tólf mánaða frá útgáfu þess.
5. HVAÐA FRAMKVÆMDIR ERU FRAMKVÆMDALEYFIS-
SKYLDAR?
Afmörkun þeirra framkvæmda, sem eru framkvæmdaleyfisskyldar skv. 27.
gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, fer í raun fram með tvennu móti:
(1) Samkvæmt 2. gr. laganna er framkvæmdaleyfi skilgreint sem „leyfi til
framkvæmda í samræmi við skipulag og sem ekki eru háðar ákvæðum IV. kafla
laganna um mannvirki“. Samkvæmt þessu teljast framkvæmdir, sem eru bygg-
ingarleyfisskyldar skv. IV. laganna, aldrei framkvæmdaleyfisskyldar. Hér er því
ávallt um að ræða framkvæmdir sem ekki falla undir efnisafmörkun 36. gr.
laganna á gildissviði IV. kafla laganna.
(2) Framkvæmdir, sem ekki falla undir IV. kafla skipulags- og byggingar-
laga, eru ekki allar leyfisskyldar skv. 27. gr. laganna. Einvörðungu meiri háttar
framkvœmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess svo sem breyt-
ing lands með jarðvegi eða efnistöku, eru leyfisskyldar skv. 1. mgr. 27. gr. lag-
anna, sbr. 4. gr. laga nr. 135/1997. Það er þessi síðari þáttur afmörkunarinnar
sem mestum vafa hefur valdið í framkvæmd hvemig skýra eigi. Við afmörkun
á því hvaða framkvæmdir teljast „meiri háttar framkvæmdir“ í skilningi
ákvæðisins verður m.a. að líta til lögskýringargagna, skipulagsreglugerðar svo
og úrskurða úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál.
í umræðum á Alþingi um fmmvarp það er varð að lögum nr. 135/1997, sem
breyttu ákvæði 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, komu fram
eftirfarandi sjónarmið um afmörkun á leyfisskyldu samkvæmt ákvæðinu. í máli
Hjörleifs Guttormssonar, sem var í minni hluta umhverfisnefndar, kom fram að
leyfisskyldar væru áberandi framkvœmdir eins og á sviði orkumála, raflínu-
lagnir, vegalagnir o.s.frv. sem ekki væra beinlínis háðar byggingarleyfum.22
22 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2147-2151.
247