Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 64

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 64
Þessari skoðun var ekki andmælt af öðrum þingmönnum. Fram kom í máli Kristjáns Pálssonar að það væri skilningur meiri hluta umhverfisnefndar að friðun lands og endurheimta á landi væri ekki háð framkvæmdaleyfi.23 Undir þessi sjónarmið tóku Ami M. Mathiesen framsögumaður meiri hluta um- hverfisnefndar24 og Hjörleifur Guttormsson.25 14. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 135/1997, er tekið fram að ráðherra skuli kveða nánar á um útgáfu framkvæmdaleyfa í reglugerð. Ekki er vikið að þessari heimild í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- nefndar en í framsöguræðu flutningsmanns meiri hluta umhverfisnefndar var tekið fram að lagt væri til að sett yrði inn „reglugerðarákvæði þannig að ráð- herra geti útfært frekar á hvern hátt verður farið með framkvæmd á útgáfu fram- kvæmdaleyfa14.26 Sérstök reglugerð hefur ekki verið sett um framkvæmdaleyfi. A hinn bóginn fjallar 9. kafli skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um fram- kvæmdaleyfi. I 2. mgr. greinar 9.1 er tekið fram að háðar framkvæmdaleyfi séu meiri háttar framkvæmdir við götur, holræsi, vegi og brýr, aðrar en göngubrýr í þéttbýli, jarðgöng, flugbrautir, dreifi- og flutningskerfi rafveitna, hitaveitna, vatnsveitna og fjarskipta, hafnir, virkjanir, efnistöku, sorpförgun og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess. Hér verður þó að hafa í huga að þessar framkvæmdir geta orðið byggingarleyfis- skyldar ef ekki er fullnægt því skilyrði að þær séu á vegum opinberra aðila eða unnar eftir sérlögum, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulags- og byggingarlaga. í 3. mgr. greinar 9.1 er síðan tekið fram að með meiri háttar framkvæmdum í framan- greindum skilningi sé átt við framkvæmdir sem vegna eðlis eða umfangs hafi veruleg áhrif á umhverfið. Það eigi t.d. við um framkvæmdir sem farið hafa í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, en einnig skuli höfð hliðsjón af framkvæmdum tilgreindum í viðauka II með reglu- gerð um mat á umhverfisáhrifum. I úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingannála frá 26. ágúst 2002 í máli nr. 44/2000 var tekið fram að af 1. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og gr. 9.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 verði ráðið að ein- ungis þær framkvæmdir sem vegna eðlis eða umfarigs hafi veruleg áhrifá um- hverfið séu framkvæmdaleyfisskyldar. Hvort svo sé verði að meta í hverju tilfelli fyrir sig m.a. með hliðsjón af staðháttum. í úrskurði nefndarinnar frá 25. febrúar 2000 í máli nr. 7/2000 var tekið fram að orðalag 1. mgr. 27. gr. og nefndarálit umhverfisnefndar um ákvæðið benti eindregið til þess að fyrir löggjafanum hefði fyrst og fremst vakað að fram- kvæmdaleyfi þyrfti til framkvæmda sem hefðu í för með sér varanlegar og sýnilegar hreytingar á umhveifinu. A grundvelli þessa sjónarmiðs var ekki talið 23 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2152. 24 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2169-2171. 25 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2152. 26 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2146. 248
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.