Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 64
Þessari skoðun var ekki andmælt af öðrum þingmönnum. Fram kom í máli
Kristjáns Pálssonar að það væri skilningur meiri hluta umhverfisnefndar að
friðun lands og endurheimta á landi væri ekki háð framkvæmdaleyfi.23 Undir
þessi sjónarmið tóku Ami M. Mathiesen framsögumaður meiri hluta um-
hverfisnefndar24 og Hjörleifur Guttormsson.25
14. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 135/1997, er
tekið fram að ráðherra skuli kveða nánar á um útgáfu framkvæmdaleyfa í
reglugerð. Ekki er vikið að þessari heimild í nefndaráliti meiri hluta umhverfis-
nefndar en í framsöguræðu flutningsmanns meiri hluta umhverfisnefndar var
tekið fram að lagt væri til að sett yrði inn „reglugerðarákvæði þannig að ráð-
herra geti útfært frekar á hvern hátt verður farið með framkvæmd á útgáfu fram-
kvæmdaleyfa14.26 Sérstök reglugerð hefur ekki verið sett um framkvæmdaleyfi.
A hinn bóginn fjallar 9. kafli skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um fram-
kvæmdaleyfi. I 2. mgr. greinar 9.1 er tekið fram að háðar framkvæmdaleyfi séu
meiri háttar framkvæmdir við götur, holræsi, vegi og brýr, aðrar en göngubrýr
í þéttbýli, jarðgöng, flugbrautir, dreifi- og flutningskerfi rafveitna, hitaveitna,
vatnsveitna og fjarskipta, hafnir, virkjanir, efnistöku, sorpförgun og aðrar meiri
háttar framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess. Hér
verður þó að hafa í huga að þessar framkvæmdir geta orðið byggingarleyfis-
skyldar ef ekki er fullnægt því skilyrði að þær séu á vegum opinberra aðila eða
unnar eftir sérlögum, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulags- og byggingarlaga. í 3. mgr.
greinar 9.1 er síðan tekið fram að með meiri háttar framkvæmdum í framan-
greindum skilningi sé átt við framkvæmdir sem vegna eðlis eða umfangs hafi
veruleg áhrif á umhverfið. Það eigi t.d. við um framkvæmdir sem farið hafa í
mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, en
einnig skuli höfð hliðsjón af framkvæmdum tilgreindum í viðauka II með reglu-
gerð um mat á umhverfisáhrifum.
I úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingannála frá 26. ágúst 2002
í máli nr. 44/2000 var tekið fram að af 1. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997 og gr. 9.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 verði ráðið að ein-
ungis þær framkvæmdir sem vegna eðlis eða umfarigs hafi veruleg áhrifá um-
hverfið séu framkvæmdaleyfisskyldar. Hvort svo sé verði að meta í hverju
tilfelli fyrir sig m.a. með hliðsjón af staðháttum.
í úrskurði nefndarinnar frá 25. febrúar 2000 í máli nr. 7/2000 var tekið fram
að orðalag 1. mgr. 27. gr. og nefndarálit umhverfisnefndar um ákvæðið benti
eindregið til þess að fyrir löggjafanum hefði fyrst og fremst vakað að fram-
kvæmdaleyfi þyrfti til framkvæmda sem hefðu í för með sér varanlegar og
sýnilegar hreytingar á umhveifinu. A grundvelli þessa sjónarmiðs var ekki talið
23 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2152.
24 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2169-2171.
25 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2152.
26 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2146.
248