Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 71
Þegar ekki er gert ráð fyrir framkvæmd á skipulagi, sem fyrirhugað er að ráðast í, er ekki sjálfgefið að framkvæmdin fari þar með í bága við skipulag. Slíkt yrði því aðeins talið að borið hafi að taka afstöðu til umræddrar fram- kvæmdar í skipulagsáætlun samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga eða skipulagsreglugerðar. I úrskurði úrskurðamefndar skipulags- og byggingar- mála frá 29. júní 2000, í máli nr. 50/1999, var deilt um gerð útivistarstígs meðfram Varmá í Mosfellsbæ við lóð kæranda. Útivistarstígurinn kom ekki fram á aðalskipulagi en gert var ráð fyrir gangandi umferð á umræddum stað í deiliskipulagi. í úrskurði nefndarinnar var tekið fram að með vísan til 1. og 3. mgr. greinar 3.3.4.8 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985, sem í gildi var þegar aðalskipulag Mosfellsbæjar var staðfest 6. maí 1994, féllist nefndin ekki á að umdeildur göngustígur, eins og honum væri lýst í umhverfisskipulagi fyrir Varmársvæði frá árinu 1998, teldist til helstu samgöngumannvirkja eða göngu- leiða. Af þeim sökum var ekki talið að nauðsynlegt hefði verið að sýna hann á aðalskipulagsuppdrœtti. Hins vegar taldi nefndin að skilyrði 2. mgr. greinar 4.3.1 í sömu reglugerð hefði verið uppfyllt með því að fært var inn á deili- skipulagsuppdrátt fyrir svæðið „mögulegar lagnir og gangandi umferð“ á því svæði sem sveitarfélagið áætlaði að leggja göngustíginn. Göngustígurinn var því ekki talinn fara í bága við skipulag. Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. skipulags- og byggingarlaga er landið allt skipu- lagsskylt. Samkvæmt 2. tölul. ákvæða til bráðabirgða skulu öll sveitarfélög hafa gert aðalskipulag að liðnum 10 árum frá gildistöku laganna, þ.e. 1. janúar 2008. Skipulagsstofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði þar sem aðstæður knýja ekki á um gerð aðalskipulags. Ráðherra getur einnig að tillögu Skipu- lagsstofnunar sett sveitarstjóm styttri frest en tíu ár ef aðstæður knýja á um gerð aðalskipulags. Ákvæði 27. gr. laganna virðast byggð á þeirri forsendu að fyrir hendi skuli vera skipulag sem framkvæmd er umsókn lýtur að verður að vera í samræmi við. Ef ekki er enn búið að ganga frá skipulagi fyrir það svæði sem um ræðir er sveitarstjóm engu að síður heimilt að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum, sbr. 19. gr. laga nr. 170/2000. Þar kemur efnislega fram að sveitarstjórn geti, án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðisskipulag eða samþykkt deiliskipulag, leyft einstakar framkvæmdir sem um kann að verða sótt, enda mæli Skipu- lagsstofnun með því. Einnig er heimilt að beita 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða þegar frestað hefur verið skipulagi á svæði, sbr. úrskurð úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 16. júní 1999 í máli nr. 12/1999. 9.3 Er framkvæmd í samræmi við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum? í áliti umhverfisnefndar Alþingis er tekið fram að fara skuli um fram- kvæmdir eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við.38 í 1. mgr. greinar 9.1 í skipulagsreglugerð er þetta áréttað. 38 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5311. 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.