Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 99

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 99
kynningarfundur sem haldinn var með starfsmönnum hafi verið nægjanleg fræðsla til þess að þeir gætu gert upp hug sinn til vinnslunnar. Þá segir að telja verði að þeir starfsmenn sem málið varði hafi í verki sýnt ótvírætt samþykki (leturbr. höf.) sitt í skilningi 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000. Var umrædd rafræn vöktun því talin heimil. Hér er vert að minnast á þær hugleiðingar sem fram eru komnar um gildi samþykkis í vinnuréttarsambandi. A grundvelli 7. tl. 8. gr. pvl. getur atvinnurekandi metið hvort sítenging starfsmanna sé nauðsynleg til þess að gætt verði lögmætra hagsmuna hans. Tilgangur með sítengingu starfsmanna við tölvusírita getur t.d. verið í tengslum við bónuskerfi fyrirtækja eins og á t.d. við í mörgum frystihúsum og stór- mörkuðum. Þá eru laun starfsmanna greidd í samræmi við þær niðurstöður sem fram koma frá tölvusíritanum. Ljóst er að vinna þarf upplýsingar í lok hvers tímabils til þess að hægt sé að reikna út þau laun sem starfsmaður á rétt á. Frammistöðumat, eða annars konar úrvinnsla á afköstum starfsmanna, er oft unnin upp úr þeim upplýsingum sem fást með sítengingu starfsmanna við tölvurita. Öll úrvinnsla persónuupplýsinga verður, á sama hátt og vöktunin sjálf, að lúta reglum persónuvemdarlaganna, þannig að skilyrðum 7. og 8. gr. laganna (og hugsanlega 9. gr., sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða) sé full- nægt. Þannig er frekari vinnsla persónuupplýsinga óheimil sé tilgangur vinnsl- unnar annar eða ósamrýmanlegur þeim tilgangi sem upplýsinganna var aflað vegna, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Atvinnurekandi getur ekki notað upplýsingar sem fengnar eru í áðurnefndum tilgangi í öðrum tilgangi svo sem til þess að stuðla að auknum afköstum starfsmanna. A sumum vinnustöðum er uppgefinn tilgangur með sítengingu starfsmanna við tölvurita þó beinlínis sá að auka afköst starfsmanna og eru upplýsingar um afköst hengd upp í augsýn allra, jafnvel oftar en einu sinni á dag.27 Ákvæði laga um persónuvemd og meðferð persónuupplýsinga um fræðslu- skyldu við starfsmenn gilda að sjálfsögðu einnig hér. Þá má að lokum minnast á reglugerð um skjávinnu, nr. 498/1994, sem sett er á grundvelli laga nr. 46/1980 unt aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Segir í viðauka undir lið 3, b) að hugbúnaður skuli vera auðveldur í notkun og skuli unnt að laga hann að þekkingu eða reynslu notandans, eftir því sem við eigi, og ekki megi beita tölvukerfi til afkasta- eða gæðaeftirlits án vitundar starfsmanna. 7. FYLGST MEÐ FERÐUM STARFSMANNS Hafi starfsmaður t.d. aðgangskort með segulrönd til þess að komast á milli staða getur atvinnurekandi fylgst nákvæmlega með ferðum starfsmanns um 27 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: Hér liggur fiskur undir steini. Um vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í fiskvinnslu. Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands. Reykjavík 2000. 283
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.