Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Síða 19

Ægir - 01.03.1996, Síða 19
Nú má ekki gera upp á lægra verði en 60 krónum. Er staðið við þau mörk? „Ég held að menn standi ekkert endi- lega við það. Ég heyri af 35-40 króna verði og það eru í framkvæmd sérsamn- ingar á hverjum bát. Þetta er ákaflega erfitt mái í framkvæmd og allt skapast þetta af því að þessir bátar eru í vandræð- um og hafa ekki nóg að gera." Heil kynslóð togaramanna hendir fiski Aðalsteinn er harla þungorður þegar talið berst að vinnubrögðum togaranna við veiðar. „Það er að alast upp heil kynslóð af togaramönnum sem þekkir ekki annað en að henda fiski. Þeirra vinnuaðferðir komu best í ljós í Smugunni þegar heilum skips- förmum af smáfiski var rutt í sjóinn aftur. Þetta gekk svo langt að þegar smáfiskur- inn minnkaði í aflanum vildu sumir láta henda frystum og pökkuðum fiski úr lest- inni til að rýma fyrir betri fiski. Þetta hafa togaramenn sjálfir staðfest eins og kom fram á þingi Farmanna- og fiskimanna- sambandsins í haust." En var þetta ekki undantekning þegar menn misstu stjórn á sér í frjálsri veiði? „Nei þetta var bara það sem þeir eru vanir að gera. Þarna sáu bara Norðmenn- irnir til þeirra og ég lái þeim ekki þó þeir hafi orðið vitlausir. Það er kominn upp heill iðnaður til þess að nýta afskurðinn af frystitogurum og framleiða úr honum alls konar hluti. Ég heyri engan tala um iðnað kringum af- skurð frá frystihúsi í landi. Ástæðan er sú að það eru svo mikið af heilum flökum í afskurðinum. Skemmdur fiskur og fiskur sem passar ekki í flökunarvélarnar vegna þess að hann er of stór eða of lítill fer í af- skurðinn. Aldrei höfum við fengið að draga smáfisk og skemmdan fisk frá kvót- anum." Aðalsteinn segir að skepnuskapur við- gangist á öllum veiðum í einhverjum mæli. Togarar henda fiski, krókabátar slá smáfiskinn af krókunum og línubátar einnig og það hefur verið hent fiski af netabátum. Hendir þú fiski Aðalsteinn? „Nei. Ég hef ekki skap í mér til þess að vera að því. Við eigum börn og við eigum barnabörn og við megum ekki vera alveg blindir og hugsa bara um daginn í dag og stela frá börnunum okkar. Ég held að þetta fari minnkandi á báta- flotanum og þó einn og einn geri þetta þá er það ekkert hjá því magni sem togararn- ir henda." Byrjaði 14 ára á sjó Aðalsteinn byrjaði til sjós 1957 á Guð- björgu HF á síld á reknetum, þegar hann var 14 ára gamall, og var alltaf ákveðinn í því að stunda sjóinn. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1964 og var árum saman stýrimaður á bátum sem hétu Eld- borg GK einn af öðrum og gerðir út frá Hafnarfirði. Gunnar Hermannsson var skipstjóri en Gunnar var þekktur aflamað- ur, bróðir Sverris, Gísla Jóns, Þórðar og Halldórs frá Svalbarða í Ögurnesi. „Það var gott að vera með Gunnari. Hann var ákaflega laginn fiskimaður og það var aldrei neitt streð eða læti. Það gekk allt svo slétt og fellt." Um 1965 réðist Aðalsteinn á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU og var þar í tvö ár. Hann var mikið á síldveiðum í upphafi ferils síns og síðar lobnuveiðum. Helgi Einars- son bróðir hans var skipstjóri á Guörúnu og Aöalsteinn var stýrimaður hans. Sam- an eiga þeir bræður Hring GK ásamt Ingi- mundi Jónssjmi sem var skipstjóri á Hring til 1980 þegar Aðalsteinn tók við. Þremenningarnir keyptu sinn fyrsta bát af Daníel Þorkelssyni á Siglufirbi en hann bar einmitt nafnið Hringur og þab hefur reynst þeim happasæit. Fyrsti Hringurinn var smíðaður í Hollandi 1955 og skiltið með nafni hans er enn framan á brúnni á núverandi Hring. Hringur GK 18 er smíðaður í Stálvík 1972. Hann hét upphaflega Þorlákur og var smíðaöur fyrir Meitilinn í Þorláks- höfn, síban hét hann Brimnes og var gerbur út frá Rifi á Snæfellsnesi en þaðan fór hann til Vopnafjarðar og hét þá Rita NS og þaðan keyptu Aðalsteinn og félagar hans bátinn. Hann hefur tvisvar sinnum verið lengdur, byggt yfir hann, ný brú sett á og Aðalsteinn segir að hann sé mjög gott skip. „Daníel Þorkelsson var skemmtilegur maður. Þegar vib keyptum litla bátinn af honum var hann uppi í Slippstöðinni á VOKVABUNADUR IVINNUVÉLAR VÖKVAMÓTORAR PVG 3AMSVARANDI STJORNLOKAR OG FJARSTYRINGAR GÍRAR OG BREMSUR GOTTVERD-GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.