Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 32

Ægir - 01.03.1996, Page 32
Sjaldséðir FISKAR árið 1995 Stutti silfurfiskur er ný fisk- tegund á Islandsmiðum. Hatm veiddist í flotvörpu í maí, um 200 sjómílur SV af Reykjanesi. Þessi bar nafn með rentu því hann var ekki nema 6 cm á lengd. Gunnar Jónsson, Jakob Magnús- son, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson Árið 1995 veiddist fjöldi sjaid- séðra fiska á Islandsmiðum. Þar á meðal voru a.m.k. 12 tegundir sem ekki hafa fundist áður innan íslenskrar lögsögu. Fjórum þess- ara tegunda er lýst í 10. tbl. Ægis 1995. Þegar farið var að gramsa í gögnum fyrri ára greindust a.m.k. tvær nýjar tegundir áður óþekkt- ar á íslandsmiðum og ein undir- tegund. Hér á eftir verður greint frá þeim sjaldséðu fisktegundum sem Hafrannsóknastofnunin hafði veður af sl. ár. Slímáll, Myxine ios - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 1006-1098 m, 50 cm, botnvarpa. - Júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 52 cm. Þessi tegund, sem er reyndar hvorki fugl né fiskur og var óþekkt hér þar til 1973 og talin sjaldséö fram yfir 1990, veiðist nú árlega. Brandháfur, Hexanchus griseus - Ágúst, Faxaflói (64°22'N, 22°54'V), 92-97 m. Brandháfur fannst fyrst hér vib land árið 1920 að því að talið er. Síðan þá hafa a.m.k. sex bæst við. Þessir fiskar hafa fundist frá Mýrabug vestur í Faxa- flóa, en þar hafa tveir brandháfar veiðst, sá fyrri í september 1990. Brandháfur er m.a. auöþekktur á því ab hann er með sex tálknaop en aörir háfiskar á íslands- miðum eru með fimm. Kambháfur, Pseudotriakis microdon - Febrúar, Skerjadjúp (62°36'N, 24°38'V), 732-915 m, botnvarpa. Kambháfur veiddist hér fyrst árib 1900. Alls munu 12 hafa fengist á ís- landsmiðum á árunum 1900-1995. Þeir hafa fundist frá Mýrabug og vestur fyrir Reykjanes. Maríuskata, Bathyraja spinicauda - Mars, Þórsbanki (63°28'N, 11°41’V), 390-413 m,75 cm hængur, botn- varpa. - Júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 51 cm. Jensensskata, Raja (Amblyraja) jenseni - Júlí, út af Þistilfjarðargrunni (67°17'N, 14°56'V), 549 m. Þessi skata er varðveitt á Náttúru- fræðistofnun. A.m.k. ein jensensskata hefur fundist áður á íslandsmiðum skv. þýskri heimild. Náskata, Raja (Leucoraja) fidlonica - Mars, utanvert Háfadjúp, 915-1006 m, 2 stk. 44 cm hrygna og 72 cm hængur, botnvarpa. Bleikskata, Raja (Malacoraja) kreffti - Mars, utanvert Háfadjúp, 915-1006 m, 3 stk. 43 og 49 cm hængar og 53 cm hrygna, botnvarpa. Bleikskata veiddist fyrst á íslandsmið- um árið 1992 en þá fékkst ein á 1095-1097 m dýpi djúpt undan Önd- verðarnesi. Bláskata, Raja (Rajella) bigelowi - Júní, grálúðuslób vestan Víkuráls, 49 cm hængur, botnvarpa. Þessi tegund fannst fyrst hér árið 1992 djúpt undan Öndverðarnesi, þ.e. á sama stað og bleikskatan hér á und- an. Þá veiddust tvær og voru fyrst ranglega greindar sem Breviraja caeru- lea. Langnefur, Hariotta raleighana - Mars, utanvert Háfadjúp, 915-1006 m, 3 hængar 74,78 og 79 cm, botn- varpa. Langnefur er annar tveggja fiska af trjónuætt, Rhinochimaeridae, sem finnst á djúpmiðum hér við land. Hinn er trjónufiskur. Pétursskip ýmissa skötutegunda, t.d. maríuskötu, skötu, náskötu, hvíta skötu o.fl. tegunda, auk pétursskipa hámúsa- (Chimaeridae) og trjónuættar, bárust einnig. Þessi pétursskip geta veitt kær- komnar upplýsingar um gottíma vib- komandi tegunda og eru því ávallt vel þegin. Berhaus, Alepocephalus agassizii - Janúar, Háfadjúp utanvert, 531-604 m, 12,5 cm að sporði. - Mars, suðvestan Reykjaness (62°00'N, 32 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.