Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1996, Side 46

Ægir - 01.03.1996, Side 46
■ Guðfinnur KE 19 eins og hann leit út fyrir breytingar. Guðfinnur KE eft- ir lengingu og yf- irhalningu hjá Ósey. Samkeppnisfærir við aðrar þjóðir „Gengið er það hagstætt og hefur verið stöðugt svo að þegar um er að ræða bátasmíði þá erum við alveg sam- keppnisfærir við erlendar stöðvar þó þær séu niðurgreiddar, sem fer þó minnkandi t.d. í Noregi. Pólverjar sem hafa veitt hvað mesta samkeppni í þess- ari grein á síðustu árum eiga í vaxandi vandræðum vegna hækkandi verðlags. Það var of mikið af nýjum bátum úr- elt síðustu árin og eftir sitja of gamlir bátar. Endurnýjun er að verða mjög brýn en ég held að sú stöðuga fækkun sem verið hefur í bátaflotanum undan- farin ár hafi náð botninum." Hallgrímur gagnrýnir mjög þær regl- ur sem gilda um úreldingu, sem hann telur að standi bátaflotanum fyrir þrif- um, og bendir á mismunun sem er milli tréskipa og stálbáta. „Sá sem á stálbát sem er smíöaður fyrir 1987 má lengja hann og breikka á alla kanta án þess að kaupa úreld- ingu á móti en sá sem á tréskip getur sáralítið stækkað það. Hann á enga möguleika nema skipta um bát og kaupa stálbát en þá þarf hann aö kaupa alla rúmmetra í úreldingu í rauninni. Þetta þarf að laga og koma til móts við tréskipaeigendur því þetta hefur staðið eðlilegri þróun fyrir þrif- um. Það er áreiðanlega nauðsynlegt að hafa úreldingarkerfi en það verður að ganga jafnt yfir alla." Eigendur Óseyjar eru þrír, Hallgrím- ur Hallgrímsson, Daníel Sigurðsson og Þórarinn Guðmundsson, og vinna þeir allir í fyrirtækinu. Hallgrímur er fram- kvæmdastjóri og þó hann sé ekki með hvítt um hálsinn í vinnunni þá situr hann að mestu við skrifborðið. Er hann þá hættur að smíða sjálfur? „Nei, það vona ég ekki. Þetta er bara spurning um tíma." 1988 Ösp GK 210 Mesta lengd úr 8,81 m í 9,47 m Lengdaraukning 0,66 m 2070 Jón Garðar KE 1 Mesta lengd úr 11,80 m í 13,12 m Lengdaraukning 1,32 m Brúttórúmlestir úr 9,70 í 14,02 Brúttótonn úr 17,20 í 20,31 2171 Snorri afi ÍS 519 Mesta lengd úr 7,94 m í 8,86 m Lengdaraukning 0,92 m 2225 Asi EA 36 Mesta lengd úr 8,27 m í 9,35 m Lengdaraukning 1,08 m Vélaskipti í þilfarsskipum 1544 Viggó Sl 32 Ný vél: Lister, 68 kw. 1986 (notuð) Áður: DAF, 75 kw. 1979 1792 Árvík ÞH 258 Ný vél: Peugot Vetus, 46 kw. 1995 Áður: Peugot Vetus, 46 kw. 1987 1828 Anna EA 121 Ný vél: Yanmar, 50 kw. 1995 Áður: SABB Diesel, 48 kw. 1987 1859 Sundhani ST 3 Ný vél: Cummins, 114 kw. 1995 Áður: SABB Diesel, 102 kw. 1987 1898 Pétur Jacob SH 37 Ný vél: Cummins, 186 kw. 1995 Áður: Volvo Penta, 210 kw. 1990 1906 Haförn NS 96 Ný vél: Cummins, 74 kw. 1995 Áður: Cummins, 96 kw. 1987 1922 Magnús EA 25 Ný vél: Cummins, 184 kw. 1995 Áður: Caterpillar, 112 kw. 1989 2166 Særún EA 251 Ný vél: Cummins, 200 kw. 1995 Áður: Cummins, 200 kw. 1992 46 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.