Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 23

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Nýju mjöltankamir við fiskimjölsverksmiðju SVN á Neskaupstað gnœfa yfir nótaskipið Börk. Mjölkerfm frá Héðni Stniðju eru þróuð að norskri fyrirmynd og eiga að skila verksmiðjunum betra verði fyrir afurðimar. Guðmundur og aðspurður segir hann ekki óalgengt að hlutur Héðins Smiðju í heildarendurbótum á fiskimjölsverk- smiðjum sé um helmingur. Mörg störf skapist því í járniðnaði innanlands, þrátt fyrir innflutta búnaðinn. Lengi má bæta hag fiskimjölsverksmiðjanna „Endurnýjunin hefur verið umtalsverð í mjöliðnaði á síðustu árum - og á meðan fyrirtækin eru að hagnast á sinni starfsemi þá eru alltaf möguleikar til nýrra fjárfestinga sem áfram bæta hag fyrirtækjanna. Ég óttast því ekki samdrátt í verkefnum - að því gefnu að veiðar haldist óbreyttar. Margar verk- smiðjanna standa frammi fyrir kröfum um úrbætur í mengunarmálum og þeim verður að mæta. Þetta atriði veg- ur misjafnlega þungt eftir því hvernig verksmiðjurnar eru staðsettar en almennt met ég það svo að mengunar- varnirnar verði stærri þáttur. Mjölverksmiðjurnar eru misjafnlega langt á veg komnar í endurnýjun. í sumum verksmiðjanna hafa verið tek- in verulega stór skref og þar verður lítil endurnýjunarþörf á næstu árum en annars staðar hefur verið valin sú leið að endurnýja í áföngum. Ég tel því að mikil verkefni séu eftir," segir Guðmundur. Mjölsekkirnir hverfa Eitt það athyglisverðasta í verkefnum Héðins Smiðju hf. að undanförnu er uppsetning á mjölkerfum við fiski- mjölsverksmiðjur. Kerfin hefur tækni- deild Héðins þróðað með það að meginmarkmiði að bæta meðhöndlun á mjöli, tryggja jafnari mjölgæði og að gæðin haldist óbreytt frá verksmiðju og niður í lestar mjölskipanna sem flytja vöruna til kaupenda erlendis. Mjölkerfi hefur Héðinn Smiðja sett upp á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Akranesi, Seyðisfirði og nú síðast í Neskaupstað. „í hefðbundinni mjölvinnslu hing- að til hefur mjölið verið sett í sekki og þeim er síðan staflað upp í geymslum. Okkar lausn felst í að dæla mjölinu í sérstaka geymslutanka. Fyrirmyndina sækjum við til Norðmanna. Þar hefur reynslan af mjöltönkum verið mjög góð og haft mjög jákvæð áhrif á rekst- ur verksmiðjanna vegna þess að afurðagæðin eru jafnari og afurðaverð- ið að jafnaði hærra," segir Guðmund- ur. Verðlagning á mjöli ræðst af mjög mörgum þáttum, s.s. salti, próteininni- haldi, vatni, fituinnihaldi og þannig má áfram telja. Til að tryggja að mjöl nái lágmarkskröfum að gæðum segir Guðmundur að sú vinnuregla hafi ver- ið í gildi að hafa gæði mjölsins nokkru meiri en kröfur kaupenda segi til um. Þetta hafi átt að tryggja að slakara mjölið stæðist lágmarkskröfur. „Þetta segir okkur líka að oftast nær er verið að selja „of gott" mjöl, miðað við viðmiðanir og verð. Tankalausnin frá okkur gerir ráð fyrir að verksmiðj- urnar geti dælt í tanka eftir mjölgæð- --------------------ÆGIIR 23

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.