Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 29

Ægir - 01.02.1999, Page 29
 Útðáfanl99l Tölublað Blaðauki w Útaáfudaaur 3. tbl. Veiðarfærí og búnaður 25. mars 4. tbl. Fiskurínn og fólkið 23. apríl 5. tbl. Hetjur hafsins 25. maí 6.-7. tbl. Fiskibærínn Reykjavík 25. júní 8. tbl. Sjávarútvegssýningin í Kópavogi 25. ágúst 9. tbl. Fiskvinnslufólkið á gólfinu 24. september 10. tbl. Viðskiptavæðing sjávarútvegsins 26. október 11. tbl Alþjóðavæðing og samstarf yfir landamærí 25. nóvember 12. tbl. Sjávarútvegsfyrírtæki ársins 1999 20. desember Hetjur hafsins og sjómaimafélögin Sjómannadagurinn er ein stærsta hátíð ársins í hugum sjómanna og fjölskyldna þeirra. í maíblaði Ægis verður sérstaklega beint kastljósinu að störfum sjómanna og því hlutverki sem sjómannafélögin gegna. Sjómenn hafa oft í daglegu tali verið nefndir hetjur hafsins og víst er að þeir vinna oft langan vinnudag og álagið er meira en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Fiskviiuislu- fólkið á gólfinu Slor og slabb, bleyta og fiskúrgangur á gólfum, öskrandi hávaði frá frystitækjum og flökunarvélum, lág laun, konur að skera úr fiski, lág laun og óþolandi vinnutími! Er þetta lýsing á nútíma fiskvinnslu, lýsing sem átti við um frystihús fyrri ára eða kannski lýsing sem flestir nota um fiskvinnsluhús í dag en er í raun ekki nema að hluta til nærri sannleikanum? í september verður í Ægi fjallað um fólkið á gólfinu, fiskvinnslufólkið sjálft. Margir hafa unnið svo áratugum skiptir í frystihúsum og líkar vel. Kannski er það lífseigasta þjóðsagan á íslandi að frystihús séu leiðinlegir vinnustaðir. Vera má að frystihúsinu séu einmitt skemmtilegir vinnustaðir og sum þeirra með tæknilega fullkomnustu iðnfyrirtækjum á landinu. Hvað segir fólkið í land- inu um sjávar- útveginn? Hver eru viðhorf almennings til ís- lensks sjávarútvegs? Haft er á orði að brýnustu verkefni stjórnmála- manna á íslandi snúi á hverjum tíma að sjávarútvegi, fjöreggi þjóð- arinnar. Hins vegar eru ákvarðanir stjórnvalda sem snerta sjávarútveg ekki alltaf efstar á vinsældalista þjóðarinnar, ef marka má fjöl- miðlaumfjöllun. Ægir mun efna til skoðanakönnunar á viðhorfum al- mennings til brennandi spurninga og verður niðurstaðan birt í apríl.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.