Ægir - 01.02.1999, Page 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
skipamálningu frá Slippfélagin í Reykja-
vík.
„Okkur finnst breytingarnar koma
mjög vel út. Báturinn er greinilega
stöðugri í sjó og þar kemur lengingin
til sögunnar. Því til viðbótar er
veltitangur í nýja skutnum og mér
finnst hann skila sér í meiri stöðug-
leika," segir Jóhannes.
Brimnes var smíðað árið 1979 og
mun þetta vera stærsta breytingin sem
gerð hefur verið á bátnum síðan hann
var nýr. Fyrir lengingu var Brimnes
skráð 73 brúttólestir að stærð en
mælist nú 85 brúttólestir.
Jóhannes segir að mjög vel hafi
gengið að fiska á bátinn eftir að hann
kom heim.
„Við höfum verið á línu, mest í
kringum Víkurálinn í afar góðu
fiskiríi. Það er eiginlega sama hvert
farið er, við finnum alls staðar þorsk.
Þetta er þokkalega góður fiskur, engin
stórfiskur samt. En fiskiríið á þorskin-
um gerir að verkum að við verðum
fljótt búnir með kvótann, ef svona
heldur fram," segir Jóhannes.
Bjarg hf. rekur eigin fiskverkun og
saltar þorskinn en fyrirtækið hefur líka
yfir töluverðum steinbítskvóta að ráða
og veiðir hann á útmánuðum.
„Við frystum steinbítinn og mér
sýnist markaðsstaðan á þeirri afurð
vera í ágætu lagi, ekkert síðri en var í
fyrra. Steinbíturinn er lítið farinn að
láta sjá sig hér ennþá en við bíðum
eftir því að loðnan gangi vestur eftir.
Þorskurinn eltir hana af okkar
steinbítsmiðum og þá getum við farið
að sinna honum. Ef loðnan kemur
ekki er hins vegar óhjákvæmilegt að
það verður talsverður þorskur innan
um steinbítinn," segir Jóhannes Héð-
insson, skipstjóri og einn eigenda
Brimness BA 800 á Patreksfirði.
Helstu breytingar og verktakar
Hönnun breytinga
Smíði
Sandblástur
Hempels málning
Asdic í brú
Brimnes BA 800
VIÐ ÓSKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN
TIL HAMINGJU MEÐ
BREYTINGARNAR Á SKIPINU.
T3
C
E
Hjalteyrargötu 20 l
600 AKUREYRI J
SÍMI: 460 7600
FAX: 460 7601 1
NGNÍ 45