Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 49

Ægir - 01.02.1999, Page 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI stjómborð fyrir togspil og netatromlu. Frá brú er utangengt aftur á bátaþilfar. Aftan við brúna er vélknúinn slöngu- bátur staðsettur í gálga og skorsteins- hús er þar fyrir aftan. Á þaki brúar er radar-, fjarskipta- og ljósamastur. Ýmis kerfi fyrir íbúðir Ibúðir eru hitaðar upp með rafmagns- ofnum og loftræstar með hitastýrðum loftblásara. Tvö 300 lítra Hydrofor vatnsþrýstikerfi eru fyrir neysluvatn og salerni. Afrennsli frá salernum er safnað í tank í vélarúmi. Móttaka afla Uppsjávarfiskum s.s. loðnu eða síld er dælt með 14" RAPP fiskidælu frá nót eða vörpu upp í sjóskilju á efra þilfari. Þar er sjórinn skilinn frá aflanum og aflinn rennur í stokkum frá sjóskilju niður í tanka lestarinnar. Lestartankar í skipinu eru þrjár lestar, framlest, miðlest og afturlest. Lestarnar eru inn- réttaðar sem 11 tankar og eru þeir framlengdir upp í gegnum aðalþilfarið og upp á efraþilfar og lokast þar með lestarlúgum sem eru útbúnar hver með fiskilúgu. Hverri lest er skipt í tanka með langskipsþiljum og miðlestin að auki með þverskipsþilju. Lestarnar eru ein- angraðar út í síðum, botni og þiljum með polyureþan og klæddar stáli. Lestartankar eru búnir fiskidælu- búnaði, sjókælingu og blöndun ósóns í hráefni með óson generator frá AZC- Ozon. Fiskidæiubúnaður Skipið er útbúið með lofttæmidælu frá MMC, sem getur dælt afla frá öllum lestartönkum. Tankur dælunnar er 2000 lítrar. MMC fiskidælan er knúin tveimur loft-þrýsti/tæmi dælurn sem hvor um sig er 37 KW. Dælan er stað- sett fyrir framan lestarþil í framskip- inu ásamt ósón búnaði. Sjókælibúnaður Sjókælikerfið er frá Midt-Troms Kjöles- ervice og eru afköst kerfisins um ÍMW eða 860.000 kcal/h. Kæliþjöppurnar eru tvær, skrúfuþjöppur frá MTK Howden, hin stærri er XRV 163 — 193 með 132 kW rafmótor og hin er XRV 127 — R5 með 110 kW rafmótor. Kælimiðill kerfisins er freon R22. Vindu- og losunarbúnaður Vindubúnaður er frá Rapp Hydema. Vindubúnaðurinn er allur vökvaknú- inn með rafmótorum sem knýja há- þrýstar vökvadælur og er vinnuþrýst- 'mm *. "■'v F coi VERKFRÆÐISTOFA FENCUR CONSULTING ENGINEERS Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími: 565 5090 Fax: 565 2040 r Oskum útgerð og áhöfn innilega til hamingju með skipið! AC,IIR 49

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.