Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Qupperneq 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Qupperneq 9
7 ókunnugleik á því, seni þau hafa ályktað, en sumpart líka af þvi, að hið nýskipaða háskólaráð leit öðruvísi á málin; og svo hefir naumast verið unnt að koma nokkrum þeim nýmælum i framkvæmd, er yrðu háskólanum til verulegra eða varanlegra bóta, ef ekki var unnt að framkvæma þau á sama ári, þvi að einatt hefir hið nýja háskólaráð hvarflað frá því aftur eða látið það alveg niður falla, sem fyrri há- skólaráð höfðu áætlað eða þegar byrjað á. Þetta hefir einatt valdið verulegri ósamkvæmni i stjórn háskólans og gert það að verkum, að ekki hefir verið ráðizt í neitt háskólanum til hagsbóta, er tekið gæti fleiri eða færri ár að koma á laggirnar. Til þess nú að bæta úr þeim annmarka, að eftirfarandi háskólaráð viti ekki um allar gerðir og ályktanir fyrri há- skólaráða, hefir verið ákveðið að semja fullkomna nafna- og efnisskrá yfir allar gerðir háskólaráðs frá upphafi. Verður það tvöföld spjaldskrá, sem jafnan má grípa til um hvaða mann eða málefni sem er að ræða, og geta þá ekki hin siðari háskólaráð afsakað sig með þvi, að þau hafi ekki vit- að, hvað hin fyrri hafa gert og áiyktað. En til þess að meiri festa komist í stjórn háskólans eru tvær leiðir hugsanlegar, önnur er lagaleiðin, en hitt leið hinna frjálsu samtaka. Breyta mætti lögum háskólans á þá leið, að háskólaráð sé kosið til lengri tíma en eins árs og rektor jafnvel til fleiri ára, eins og nú á sér stað víða á Norðurlöndum og í öllum enskumælandi löndum. En þar sem háskólalögin heimila endurkosningu, mætti líka gera þetta með frjálsum samtökum innan háskólans. En hætt er við, að slik samtök nái engum framgangi eða festu, þótt þau lækjust í eitt eða tvö skifti. Hugsa má sér lika þriðju leiðina, að ráðsmaður (admini- stratorj verði skipaður við hlið rektors og annist hann frá ári til árs allan hag og rekstur háskólans, þótt skift sé bæði um rektor og háskólaráð á ári hverju. En hvernig sem menn nú vilja ráða fram úr þessu, þá er það vist, að háskólanum stendur það nú fyrir þrifum og varanlegum umbótum, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.