Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 14
12 menntunina, sem ekki virðist vanþörf á, að þjappa gagn- fræðanámi Reykjavíkur- og Akureyrarskóla saman í 2 ár 9 mánaða og nota 3. bekki gagnfræðadeildanna, sem þannig spöruðust, sem undirbúningsbekki undir lærdómsdeildir beggja skólanna. Yrðu undirbúningsbekkir þessir einskonar hreinsunareldar upp í lærdómsdeildirnar, þannig að þeim einum væri hleypt upp úr þeim, er fengju háar einkunnir i aðalnámsgreinunum, t. d. latínu og stærðfræði, skriflegri og munnlegri, og að öðru leyti sæmilegt próf,' t. d. 5.«r í aðaleinkunn eins og nú er heimtað. Með þessu ynnist tvennt, að nemendur fengju betri undirbúning í aðalnámsgreinunum en þeir nú fá, en skólastjórn og kennurum væri í lófa lagið að hleypa ekki öðrum upp í lærdómsdeild en þeim, sem ættu það fyllilega skilið. Þessi nýbreytni hefði heldur ekki haft eins eyris kostnaðarauka fyrir landið, en hefði hlotið að draga þó nokkuð úr stúdentaviðkomunni og bæta lær- dómsdeildina að miklum mun, þar sem einu ári hefði verið skeytt neðan við hana, eins og annarsstaðar er titt, og hún því hefði getað veitt betri og meiri fræðslu en áður. Nú hefir kennslumálastjórnin, eins og kunnugt er, ekki viljað sinna þessum tillögum, heldur hefir hún tekið það ráð að loka Menntaskólanum að neðan nema fyrir ákveðna tölu nemenda *25); hinum 17, sem taldir voru tækir í 1. hekk gagnfræðadeildar nú í vor, hefir hún synjað um upp- töku í skólann, en aftur á móti stofnað, skv. ákvörðun síð- asta þings, svonefndan »ungmennaskóla« í Reykjavík, sem þó ekki samkvæmt tilætlun þingsins átti að verða eiginlegur gagnfræðaskóli. Afleiðingin af þessu hefir orðið sú, að feður þeirra barna, er synjað var upptöku i Menntaskólann, hafa nú stofnað nýjan skóla, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem ég hefi verið beðinn að veita forstöðu, að minnsta kosti um stundarsakir, á meðan hann er að komast á laggirnar eða þangað til séð verður, hvaða afstöðu þingið tekur til þess- ara mála. En að full þörf sé á bæði sérstökum ungmenna- skóla og sérstökum gagnfræðaskóla hér í Reykjavík, sést á því, að um ungmennaskólann hafa sótt 56 nemendur, en

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.