Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 20

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 20
18 staka stúdent krafsar sig einhvernveginn fram úr þessu með kennslu og annari aukavinnu, sem þó auðvitað dregur frá náminu eða lengir námstimann, en langflestir safna skuldum. Ef stúdent þarf, eins og venja er til nú, að stunda nám í 4—5 ár, og geti hann ekki fengið neina aukavinnu, verður útkoman í bezta lagi sú, að hann safnar 2400—3000 kr. skuld yíir allan námstímann og flestir þó, einkum þeir, sem utan fara að loknu námi, miklu meiri skuldum, þannig að það er víst nokkuð titt, að kandidat skuldi þetta frá 6000—10000 kr., þegar hann hefir lokið námi að fullu og öllu. Fái hann svo ekkert að gera fyrstu árin, eins og nú mun farið að tíðkast, er sýnt, hvert stefnir. Þetta hafa stúdentar sjálfir manna bezt séð og fundið. Því var það, að einn úr þeirra hóp, sem auk þessa hefir látið margt annað gott af sér leiða, einkum í stúdentagarðs- málinu, núverandi skólastjóri Lúðv. Guðmundsson, gaf af fátækt sinni 50 kr. árið 1922 til þess að stofna »Lánssjóð stúdenta« og voru sjóðnum þá þegar sett lög. Sjóðurinn tók þó ekki til starfa fyrri en á siðastliðnu ári, að háskólaráðið veitti honum 10.000 kr. Ián, vaxtalaust í 10 ár. Fé þetta lán - ar sjóðurinn fátækum stúdentum, einkum þeim, sem eru að ljúka námi, gegn tryggingu, en með lágum vöxtum, 3%. Þriggja manna nefnd stjórnar sjóðnum og er núverandi for- maður hennar próf. ólafur Lárusson, en meðstjórnendur Björn Árnason endurskoðandi og form. stúdentaráðsins, stúd. med. Karl Jónasson. Almennur stúdentafundur, sem haldinn var á síðastliðnum vetri, samþykkti, að allir skrásettir háskóla- stúdentar skyldu greiða 2 kr. árstillag til sjóðsins og er von- andi, að bæði háskólakennarar og eldri og yngri stúdentar muni eftir þessari sjálfsbjörg stúdenta, sem þegar hefir komið mörgum góðum manni að haldi. 1 háskólanum voru árið sem leið, þegar flest var, 151 skrásettir stúdentar. Af þeim luku fullnaðarprófi á árinu 1928:

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.