Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 21

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 21
19 í guðfræðideild.......... 13 - læknadeild ............. 4 - lagadeild............... 3 - heimspekideild........ 2 eða alls ... 22 kandidatar Nú hafa innritazt 15 stúdentar á móts við 38 í fyrra og sýnir það, að yngstu stúdentarnir hafa tekið þó nokkurt til- lit til þess, sem sagt hefir verið og ritað um hið geigvænlega aðstreymi að embættadeildum háskólans. Tala þeirra, sem nú hafa látið innritast, samsvarar sem næst þeirri tölu, sem reiknað var út, að landið þarfnaðist árlega til þess, að há- skólinn gæti fullnægt kröfum þjóðfélagsins; en ekki er ólík- legt, að allmargir séu enn óskráðir og hallast þá enn á þá sveifina, sem siður skyldi. Ég óska yður, ungu stúdentar, sem nú gerizt háskólaborg- arar, hjartanlega velkomna í hópinn og bið yður að örvænta ekki um afkomu yðar síðar meir. Verið þess fullvissir, að því betur og kappsamlegar sem þér stundið námið, því ör- uggari og farsælli verður framtíð yðar. Duglegum, vel gefn- um og vel innrættum mönnum er hvergi ofaukið, og ef þér frá upphafi hafið það i huga, getið þér öruggir lagt út í tví- sýnu þá, sem nú kann að vera á um framtíð yðar. Með þessum ummælum óska ég yður hjartanlega velkomna. III. Gerðir háskólaráðs. Skrá yfir gerðir háskólaráðs. Samþykkt var á fyrsta fundi hins nýja háskólaráðs, þ. 28. septbr. 1928, að fela rektor að láta gera skrá yfir allar gerðir háskólaráðs frá upphafi, nafnaskrá og efnisskrá, gegn hæfilegri þóknun, og fól rektor þegar ritara háskólaráðs, próf. theol. Magnúsi Jónssyni, að framkvæma verkið.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.