Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 22

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 22
20 Kennsla í bókfærslu. Út af erindi frá 16 stúdentum laga- deildar um það, að þeim verði séð fyrir kennslu í bókhaldi, samþykkti háskólaráðið á fundi 12. okt., að verða við beiðni þessari. Forseta lagadeildar var falið að sjá um ráðning manns til þess að annast þessa kennslu. Kostnaður við kennsluna, sem áætlaður er allt að 400 kr., greiðist af óviss- um útgjöldum háskólans. Tillögur um fjármál. Samþykkt var á fundi 21. nóv. að fara fram á þessar upphæðir á fjárlagafrv. fyrir 1930. A. Hækkun náms- og húsaleigustyrks, svo og, að lágmark námsstyrks haldist, en háskólinn sé látinn sjálfráður um hámarkið. B. Að styrkurinn til söngkennslu innan guðfræðisdeildar haldist. C. Að til kennslu i geðveikrafræði séu veittar 1000 kr., ef stjórnin hefir ekki þegar séð fyrir ókeypis kennslu í þeirri grein. D. Nýr liður. Til Rannsóknarstofu háskólans allt að 3000 kr. Ástæðan fyrir þessari fjárbeiðni er sú, að rannsóknar- stofan starfar nú að mestu leyti í þarfir heilbrigðis- stjórnar og lækna landsins, en aðeins að nokkru leyti fyrir háskólgnn. E. Nýr liður. Til kennslu í bókhaldi kr. 400.00. F. Að liðirnir k, 1 og 2 um dyravörð og háskólaritara verði sameinaðir, þegar mannaskifti verða næst, og lág- markslaun verði kr. 4000 með dýrtíðaruppbót, auk þeirra hlunninda, sem dyravörður hefir nú, en núverandi ritara og dyraverði verði þá séð fyrir sæmilegum eftir- launum. Laun háskólakennara. Háskólaráðið telur laun háskóla- kennara, eins og flestra annara starfsmanna ríkisins, óviðun- andi. Telur það því máli bezt borgið með þvi, að nefnd milli þinga verði sett til þess að rannsaka launamál embættis- manna og undirbúa nýja löggjöf um það efni.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.