Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 25

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 25
23 1 tilefni af þessu bréíi var rektor og Guðm. Hannessyni próf. falið að leita hófanna við bæjarstjórn um lóð handa háskólanum og bua málið undir næsta fund (1l'/i.). Undirbúningsnefnd þessi fór til borgarstjóra, og taldi hann sennilegt, að háskólinn fengi ókeypis áætlaða lóð við Skóla- vörðutorg, en ólíklegt, að háskólinn fengi ókeypis heitt vatn til upphitunar (*l,/i.). Rektor skýrði frá (8'/s.), að bæjarstjórn hefði verið skrifað um ókeypis lóð undir húsbyggingar háskólans og ókeypis upphitun, en að málinu hefði verið skotið til fasteigna- nefndar. Loks skýrði rektor frá því, á fundi 8. marz, hvernig bæjar- stjórn hefði skilizt við lóðarbeiðni háskólans. Lagði hann fram svofelldan útdrátt úr fundargerðum fasteignanefndar: — »9. Rætt um lóð undir háskóla. Nefndin telur rétt, að Háskólanum verði ætlað svæðið milli Skólavörðutorgs og Barónsstígs fyrir norðan Stúdentagarðinn, og mun það vera ca. einn hektari að stærð, en gerir að svo stöddu ekki til- lögu um afhending landsins«. Þá var málinu skotið til deildanna, svo að þær gætu sagt til þess, hver í sínu lagi, hve mikils húsrúms og marghátt- aðs þær myndu þurfa. Þá er svör voru komin frá deildunum (13. apríl), bætti háskólaráð því við, sem því þótti við þurfa, svo sem her- bergi fyrir háskólaráð, kennarastofu, íbúð fyrir háskólaritara (á 1. eða 2. lofti) og íbúð fyrir umsjónarmann miðstöðvar (i kjallara) og fól síðan rektor að afgreiða málið í hendur kennslumálaráðherra. Var það gert með bréfi, dags. 16. apríl 1929, og áskildi háskólaráðið sér þar að vera með í ráðum um væntanlega teikningu að háskólabyggingunni og allan annan undirbúning. Styrkur til Hamborgarferðar. Á fundi 6. desbr. 1928 skýrði forseti læknadeildar frá, að 9—10 læknadeildar- nemum hafi verið boðið til Hamborgar til mánaðar dval- ar á vegum háskólans þar. Væri þeim ætlað að ganga

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.