Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 32

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 32
30 þær voru árið 1927 kr. 8636.00 og árið 1928 kr. 7010.00. Ennfremur skýrði rektor frá þvi, að hann hefði fengið skýrslu frá landlækni um það, hvað greitt hefði verið af heilbrigðisstjórninni til stofnunarinnar fyrir unnin verk. Forseti læknadeildar lagði til, að háskólaráðið hið fyrsta leitaðist við að ná samningum við landsstjórn og forstöðu- mann rannsóknarstofunnar, svo að stofan gæti haldið áfram störfum sem háskólastofnun. Kom þá fram svolátandi breytingartillaga: Með skírskotun til þeirra samþykkta háskólaráðs, að hætta að styrkja Rann- sóknarstofu háskólans af fé Sáttmálasjóðs, felur háskóla- ráðið varaforseta að leita samninga við landsstjórnina um fjárhagsafkomu stofnunarinnar framvegis. Breytingartillaga þessi var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Áður hafði forseti læknadeildar, á fundi 10. s. m., farið fram á, að rannsóknarstofunni væru veittar af Sáttmálasjóði kr. 1500.00 í viðbót við þingstyrkinn, kr. 2500.00; en þar eð háskólaráðið hefir áður (á fundi 14. maí 1928) ályktað, að hætta að leggja fé til hennar, þar sem rannsóknarstofan hefir svo miklar tekjur, að hún á að geta borið sig sjálf, var tillaga þessi felld með 4 atkv. gegn 1 (G. H.). Minningarsjóður Halldórs H. Andréssonar. Á fundi 21. maí lagði rektor fram bréf hjónanna Andrésar Ólafs- sonar og Guðrúnar Halldórsdóttur, meðt. 14. s. m., þar sem þau tilkynna, að þau gefi háskólanum 1369 kr. til sjóðsstofn- unar í minningu sonar sins Halldórs H. Andréssonar, stud. jur. Bréfinu fylgdi skipulagsskrá fyrir sjóðinn, sem hjónin æskja konunglegrar staðfestingar á. Rektor lagði og fram bréf, dags. 14. maí, þar sem hann þakkar gjöfina. Sendikennarar. Samkvæmt samþykkt og fyrirmælum há- skólaráðs hafði rektor tekið á móti þessum sendikennurum og gestum háskálans á árinu: Lýðháskólastjóra Georg Christensen frá Haderslev, er hafði

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.