Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 33

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Síða 33
31 haldið 10 fyrirlestra um: »Tanker og Typer i dansk Littera- tur i det 19. Aarhundrede« í byrjun fyrra kennslumisseris. Próf., dr. phil. Joh. Östrup, Austurlandafræðingi, sem í febrúar flutti 12 fyrirlestra um andlegt líf Múhammedstrúar- manna á ýmsum tímum. Próf., dr. phil. Magn. Olsen, frá Oslo, sem skv. boði há- skólans hélt hér 2 fyrirlestra á viku í 6 vikur frá 20. april til 31. mai um forsögu og fornan átrúnað Norðurlandabúa og veitti auk þessa norrænu nemendum tilsögn í rúnalestri. Gestum þessum var fagnað á ýmsan hátt og farnar með þeim smáferðir hingað og þangað um nágrennið og stóð rektor jafnaðarlegast fyrir því. Á fundi 10. maí var samþykkt að greiða honum 500 kr. þóknun af óvissum útgjöldum Sátt- málasjóðs vegna umsvifa og kostnaðar 1 víðtöku þessara er- lendu gesta. Enn var í lok skólaársins með símskeyti boðuð koma fjórða sendikennarans, lektors Thorkild Rooses. Pótti þá há- skólaráði nóg um og réði frá komunni, með því að háskóla- árið væri að enda, en próf í aðsigi. En lektorinn lét ekki letjast og var hér vel fagnað og annaðist varaforseti í fjar- veru rektors þær viðtökur. Afmæli Kaupmannahafnarháskóla. Samþykkt var á fundi 2. apríl, að háskólaráð gengist fyrir ávarpi til Kaup- mannahafnarháskóla í lilefni af 450 ára afmæli hans. Skyldi kennurum háskólans og öllum kandidötum frá Kaupmanna- hafnarháskóla gefinn kostur á að rita nafn sitt undir. Ávarpið skyldi semja á latínu og var rektor falið að annast fram- kvæmd þessa. Síðan var rektor á fundi 26. apríl falið að fara utan með ávarpið og færa Khafnarháskóla það á afmælis- hátíð hans um mánaðamótin maí og júní. Undir ávarpið rituðu 111 manns. Háskólinn í Toulouse. Háskólanum barst boð um að sækja 700 ára afmælishátíð háskólans i Toulouse og var samþykkt að afþakka það (18‘/*.)•

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.